Tíu bestu ensku stjórarnir Elvar Geir Magnússon skrifar 15. apríl 2008 17:01 Enska úrvalsdeildin er talin sterkasta fótboltadeild heims. Þrátt fyrir það er mikill skortur á enskum þjálfurum í deildinni en aðeins níu af tuttugu liðum eru undir stjórn heimamanns. Landslagið hefur breyst á þá vegu að stjórar sem ná árangri í neðri deildum eiga mjög lítinn möguleika á því að fá í hendurnar stórt verkefni. The Sun tók saman top tíu lista yfir bestu ensku knattspyrnustjórana í dag og segja að það hafi ekki verið auðvelt!1. Harry Redknapp Hann er á leið í úrslitaleik bikarsins á Wembley með lærisveina sína í Portsmouth. Hann hefur náð að breyta Portsmouth í lið sem berst um Evrópusæti og fengið til sín gæðaleikmenn á borð við Jermain Defoe og Lassana Diarra á Fratton Park. Það sýnir hversu hátt hann er metinn meðal leikmanna.2. Steve Coppell Hefði getað orðið mjög stórt nafn hefði hann ekki hætt hjá Manchester City 1996 nánast um leið og hann hafði tekið við sem knattspyrnustjóri liðsins. Hæfileikar hans sem knattspyrnustjóri sjást þó vel hjá Reading. Ekki margir stjórar gætu haldið þessu liði meðal þeirra bestu nánast án þess að eyða krónu.3. Stuart Pearce Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, heillaðist nægilega mikið af Pearce til að gera hann að eina enska þjálfaranum í þjálfarateymi sínu. Pearce hefur náð góðum árangri með U21 landslið Englands og þá náði hann fínum árangri með Manchester City þar sem barist var um Evrópusæti.4. Alan Curbishley Stóra prófið hjá Curbishley verður á næstu leiktíð þegar meiðslamartröð West Ham er lokið. Hann hélt Charlton í deild þeirra bestu með nánast tóma vasa en í dag nýtur hann þess að eyða peningum Björgólfs. Hann náði að bjarga West Ham frá falli á síðustu leiktíð og það skal ekki vanmeta.5. Steve BruceEyddi fyrstu arum sínum sem knattspyrnustjóri í neðri deildunum en hefur nú sannað sig sem úrvalsdeildarstjóri. Kom Birmingham tvisvar upp í úrvalsdeildina en tók við Wigan í annað sinn á síðasta ári og hefur gert góða hluti fyrir liðið sem barðist á botninum en mun líklega ná að halda sér uppi.6. Kevin Keegan Messías hefur ekki náð að kveikja ljósið hjá Newcastle enn sem komið er. En stuðningsmenn liðsins trúa því að bjartari tímar séu framundan. Keegan vill spila sóknarbolta og er mikil trú hjá Newcastle um að hann komi liðinu á beinu brautina.7. Steve McClarenKlárlega ekki vinsælasti þjálfari Englands en hann ætti ekki að vera atvinnulaus mikið lengur. Það má ekki gleyma ástæðunni fyrir því að enska knattspyrnusambandið lét hann fá starf landsliðsþjálfara. Hann kom Middlesbrough í úrslitaleik UEFA bikarsins og stýrði því til sigurs í deildabikarnum 2004.8. Stuart Baxter Stuart hver? Stuart Baxter er landsliðsþjálfari Finnlands í dag og hefur náð eftirtektarverðum árangri utan Englands. Eitt helsta afrek hans var að koma sænska liðinu AIK í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.9. Sam Allardyce Góð ferilskrá Stóra-Sam skaddaðist mikið í dvöl hans hjá Newcastle. Árangur hans hjá Bolton er samt óumdeildur. Hann náði alltaf því besta út úr liðinu þar sem sést kannski vel á stöðu liðsins í dag.10. Roy Hodgson Hodgson er að glíma við sitt erfiðasta verkefni á ferlinum, reyna að halda Fulham uppi. Hann er enn dáður víða um Evrópu fyrir árangur sinn með landslið Finnlands og Sviss og einnig dvöl sína hjá Inter á Ítalíu. Enski boltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Sjá meira
Enska úrvalsdeildin er talin sterkasta fótboltadeild heims. Þrátt fyrir það er mikill skortur á enskum þjálfurum í deildinni en aðeins níu af tuttugu liðum eru undir stjórn heimamanns. Landslagið hefur breyst á þá vegu að stjórar sem ná árangri í neðri deildum eiga mjög lítinn möguleika á því að fá í hendurnar stórt verkefni. The Sun tók saman top tíu lista yfir bestu ensku knattspyrnustjórana í dag og segja að það hafi ekki verið auðvelt!1. Harry Redknapp Hann er á leið í úrslitaleik bikarsins á Wembley með lærisveina sína í Portsmouth. Hann hefur náð að breyta Portsmouth í lið sem berst um Evrópusæti og fengið til sín gæðaleikmenn á borð við Jermain Defoe og Lassana Diarra á Fratton Park. Það sýnir hversu hátt hann er metinn meðal leikmanna.2. Steve Coppell Hefði getað orðið mjög stórt nafn hefði hann ekki hætt hjá Manchester City 1996 nánast um leið og hann hafði tekið við sem knattspyrnustjóri liðsins. Hæfileikar hans sem knattspyrnustjóri sjást þó vel hjá Reading. Ekki margir stjórar gætu haldið þessu liði meðal þeirra bestu nánast án þess að eyða krónu.3. Stuart Pearce Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, heillaðist nægilega mikið af Pearce til að gera hann að eina enska þjálfaranum í þjálfarateymi sínu. Pearce hefur náð góðum árangri með U21 landslið Englands og þá náði hann fínum árangri með Manchester City þar sem barist var um Evrópusæti.4. Alan Curbishley Stóra prófið hjá Curbishley verður á næstu leiktíð þegar meiðslamartröð West Ham er lokið. Hann hélt Charlton í deild þeirra bestu með nánast tóma vasa en í dag nýtur hann þess að eyða peningum Björgólfs. Hann náði að bjarga West Ham frá falli á síðustu leiktíð og það skal ekki vanmeta.5. Steve BruceEyddi fyrstu arum sínum sem knattspyrnustjóri í neðri deildunum en hefur nú sannað sig sem úrvalsdeildarstjóri. Kom Birmingham tvisvar upp í úrvalsdeildina en tók við Wigan í annað sinn á síðasta ári og hefur gert góða hluti fyrir liðið sem barðist á botninum en mun líklega ná að halda sér uppi.6. Kevin Keegan Messías hefur ekki náð að kveikja ljósið hjá Newcastle enn sem komið er. En stuðningsmenn liðsins trúa því að bjartari tímar séu framundan. Keegan vill spila sóknarbolta og er mikil trú hjá Newcastle um að hann komi liðinu á beinu brautina.7. Steve McClarenKlárlega ekki vinsælasti þjálfari Englands en hann ætti ekki að vera atvinnulaus mikið lengur. Það má ekki gleyma ástæðunni fyrir því að enska knattspyrnusambandið lét hann fá starf landsliðsþjálfara. Hann kom Middlesbrough í úrslitaleik UEFA bikarsins og stýrði því til sigurs í deildabikarnum 2004.8. Stuart Baxter Stuart hver? Stuart Baxter er landsliðsþjálfari Finnlands í dag og hefur náð eftirtektarverðum árangri utan Englands. Eitt helsta afrek hans var að koma sænska liðinu AIK í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.9. Sam Allardyce Góð ferilskrá Stóra-Sam skaddaðist mikið í dvöl hans hjá Newcastle. Árangur hans hjá Bolton er samt óumdeildur. Hann náði alltaf því besta út úr liðinu þar sem sést kannski vel á stöðu liðsins í dag.10. Roy Hodgson Hodgson er að glíma við sitt erfiðasta verkefni á ferlinum, reyna að halda Fulham uppi. Hann er enn dáður víða um Evrópu fyrir árangur sinn með landslið Finnlands og Sviss og einnig dvöl sína hjá Inter á Ítalíu.
Enski boltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Sjá meira