Enski boltinn

Tímabilið verður undir á sunnudaginn

NordcPhotos/GettyImages

Arsene Wenger viðurkennir að allt verði undir á sunnudaginn þegar hans menn í Arsenal sækja Manchester United heim í ensku úrvalsdeildinni. Tapi Arsenal leiknum er það tæknilega úr leik í baráttunni um meistaratitilinn.

Síðustu dagar hafa ekki verið sérstaklega ánægjulegir fyrir Arsenal þar sem liðið missti toppsætið í ensku úrvalsdeildinni og datt úr Evrópukeppninni.

Wenger segir þó að hans menn séu ekki búnir að gefast upp.

"Tímabilið er ekki búið, en vissuelga má segja að það sé undir á sunnudaginn. Haldið þið virkilega að mínir menn fari til Manchester í þeirri trú að tímabilið sé búið?" sagði Wenger á blaðamannafundi.

"Það væri fáránlegt, því við höfum lagt hart að okkur frá fyrsta degi í fyrra og höfum á margan hátt komið öllum á óvart. Við munum berjast til síðasta manns og ef við vinnum sigur á sunnudaginn, eigum við fína möguleika á titlinum," sagði Wenger í samtali við Sky.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×