Enski boltinn

Kæran kom Ferguson á óvart

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United.
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United. Nordic Photos / AFP

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að kæra enska knattspyrnusambandsins hafi komið sér á óvart.

Enska knattspyrnusambandið kærði Ferguson fyrir ósæmilega hegðun gagnvart Mike Dean dómara eftir leik Manchester United og Hull. Ferguson var ekki ánægðir með að Andy Turner, varnarmaður Hull, fékk ekki rauða spjaldið fyrir að brjóta á Michael Carrick.

Ferguson var spurður um málið á blaðamannafundi í dag. „Ég get ekkert tjáð mig um kæruna því ég hef ekki lesið hana. Þetta kom mér á óvart en þá hefur greinilega dauðlangað til að senda mér bréf," sagði Ferguson.

Ferguson var sektaður um fimm þúsund pund og dæmdur í tveggja leikja bann á síðustu leiktíð fyrir samskonar mál.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×