Erlent

Hafa fundið lík af sex mönnum í rústum húss í Drammen

Lögregla og björgunarlið hafa fundið lík sex manna eftir stórbruna í gömlu húsi í Drammen í Noregi í gærmorgun. Eins er enn saknað og er hans leitað í rústum hússins.

Talið er að um 20 pólskir verkamenn hafi búið í húsinu og komst stærstur hluti þeirra undan í brunanum. Rannsókn á eldsupptökum er nýhafin en hún reynist ekki auðveld þar sem stór hluti hússins er brunninn og hætta er að það hrynji.

Íbúarnir segja sjálfir að þeir telji að kviknað hafi í út frá rafmagni en lögreglan mun meðan annars kanna hvort það hafi hugsanlega verið fjárkúgarar sem lögðu að því eld vegna þess að íbúarnir hafi ekki viljað borga.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×