Erlent

Bretar segjast styðja lánsumsókn Íslendinga hjá IMF

Bresk stjórnvöld styðja umsókn Íslendinga um lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, IMF, heilshugar. Þetta sagði talsmaður breska fjármálaráðuneytisins við RÚV. Ísland geti hins vegar ekki vænst þess að fá sérmeðferð hjá sjóðnum. Reglur sjóðsins séu skýrar varðandi það að umsækjendur verði að hafa komist að samkomulagi við sína lánadrottna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×