Fylgjast náið með Bush fram að valdaskiptum Guðjón Helgason skrifar 10. nóvember 2008 12:31 Barack Obama. Mynd/AFP Talið er að Barack Obama, verðandi Bandaríkjaforseti, ætli að snúa um tvö hundruð ákvörðunum George Bush, fráfarandi forseta. Þegar hann taki við embætti í janúar ætli hann meðal annars að hætta við fyrirhugaða olíuborun í Utah og veita meira opinberu fé til stofnfrumurannsókna. Obama fundar í dag með Bush í Hvíta húsinu og er heimsóknin talin eiga sér stað óvenjufljótt eftir kosningar. Stjórnmálaskýrendur telja þetta helgast af þeim gríðarmiklu verkefnum sem bíði Obama eftir að hann sver embættiseiðinn tuttugasta janúar næstkomandi. Engan tíma megi missa að koma nýjum foresta inn í starfið. Fyrir fundinn fá Obama, Michelle, eiginkona hans, og dætur þeirra Malía, tíu ára, og Sasha, sjö ára, skoðunarferð um Hvíta húsið. Bandarískir miðlar greina frá því í morgun að Obama og ráðgjafar hans ætli að fara yfir allar forsetatilskipanir Bush þau átta ár sem hann hefur verið í embætti og kanna hverjum megi breyta strax eftir að Obama taki við völdum. Einnig verði fylgst náið með tilskipunum og reglugerðum frá Bush fram að valdaskiptunum. Bandaríska dagblaðið Washington Post hefur eftir heimildum að ráðgjafar Obama hafi þegar útbúið lista yfir tvö hundruð forsetatilskipanir sem auðvelt verði að breyta strax eftir valdaskiptin. John Podesta, einn helsti ráðgjafi Obama, segir hann og Bush á öndverðum meiði í fjölmörgum grundvallarmálum. Obama vilji fara hægt í sakirnar þegar komi að olíuborun á umdeildum svæðum og að hann vilji veita meira af opinberu fé til stofnfrumurannsókna. Bush gaf frá sér tilskipun 2001 þar sem takmarkaðar voru mjög opinberar fjárveitingar til rannsókna þar sem notast er við stofnfrumur úr fósturvísum. Íhaldsmenn í Bandaríkjunum voru ánægðir með þá ákvörðun en þeir sem hafa gagnrýnt hana segir tilskipunina hafa mjög hamlað rannsóknum í læknavísindum. Bush hefur einnig gefið leyfi fyrir olíu- og gasborunum nærri tveimur þjóðgörðum í Utah ríki í Bandaríkjunum. Sú ákvörðun hefur verið afar umdeild. Umhverfisverndarsinnar hafa gagnrýnt hana harðlega en þeir sem styðja hana segja þetta tryggja enn ferkar sjálfstæði Bandaríkjamanna í orkumálum og gera þá síður háða innfluttri olíu. Einnig er talið að Obama vilji breyta tilskipunum sem hefta opinbera upplýsingagjöf um fóstureyðingar og hvar þær eru framkvæmdar. Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hljóp á sig Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Talið er að Barack Obama, verðandi Bandaríkjaforseti, ætli að snúa um tvö hundruð ákvörðunum George Bush, fráfarandi forseta. Þegar hann taki við embætti í janúar ætli hann meðal annars að hætta við fyrirhugaða olíuborun í Utah og veita meira opinberu fé til stofnfrumurannsókna. Obama fundar í dag með Bush í Hvíta húsinu og er heimsóknin talin eiga sér stað óvenjufljótt eftir kosningar. Stjórnmálaskýrendur telja þetta helgast af þeim gríðarmiklu verkefnum sem bíði Obama eftir að hann sver embættiseiðinn tuttugasta janúar næstkomandi. Engan tíma megi missa að koma nýjum foresta inn í starfið. Fyrir fundinn fá Obama, Michelle, eiginkona hans, og dætur þeirra Malía, tíu ára, og Sasha, sjö ára, skoðunarferð um Hvíta húsið. Bandarískir miðlar greina frá því í morgun að Obama og ráðgjafar hans ætli að fara yfir allar forsetatilskipanir Bush þau átta ár sem hann hefur verið í embætti og kanna hverjum megi breyta strax eftir að Obama taki við völdum. Einnig verði fylgst náið með tilskipunum og reglugerðum frá Bush fram að valdaskiptunum. Bandaríska dagblaðið Washington Post hefur eftir heimildum að ráðgjafar Obama hafi þegar útbúið lista yfir tvö hundruð forsetatilskipanir sem auðvelt verði að breyta strax eftir valdaskiptin. John Podesta, einn helsti ráðgjafi Obama, segir hann og Bush á öndverðum meiði í fjölmörgum grundvallarmálum. Obama vilji fara hægt í sakirnar þegar komi að olíuborun á umdeildum svæðum og að hann vilji veita meira af opinberu fé til stofnfrumurannsókna. Bush gaf frá sér tilskipun 2001 þar sem takmarkaðar voru mjög opinberar fjárveitingar til rannsókna þar sem notast er við stofnfrumur úr fósturvísum. Íhaldsmenn í Bandaríkjunum voru ánægðir með þá ákvörðun en þeir sem hafa gagnrýnt hana segir tilskipunina hafa mjög hamlað rannsóknum í læknavísindum. Bush hefur einnig gefið leyfi fyrir olíu- og gasborunum nærri tveimur þjóðgörðum í Utah ríki í Bandaríkjunum. Sú ákvörðun hefur verið afar umdeild. Umhverfisverndarsinnar hafa gagnrýnt hana harðlega en þeir sem styðja hana segja þetta tryggja enn ferkar sjálfstæði Bandaríkjamanna í orkumálum og gera þá síður háða innfluttri olíu. Einnig er talið að Obama vilji breyta tilskipunum sem hefta opinbera upplýsingagjöf um fóstureyðingar og hvar þær eru framkvæmdar.
Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hljóp á sig Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila