Erlent

Brown íhugar skattalækkanir til að blása lífi í efnhagskerfið

MYND/AP

Bresk stjórnvöld íhuga nú að lækka skatta til þess að reyna að blása lífi í efnahagskerfi landsins. Frá þessu greindi Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, í spjalli í morgunsjónvarpi í Bretlandi.

Brown sagði að stefnt væri að því að fá öll ríkis heimsins til þess að takast saman á við fjármálakreppuna. Til þess að auka fjármagn í umferð og koma þannig lífi í efnahagskerfið mætti lækka skatta eða auka útgjöld hins opinbera. Þetta yrði skoðað á næstu vikum.

Bretar hafa ekki farið varhluta af efnhagskreppunni frekar en aðrar þjóðir og bárust fregnir af því í dag að breska pundið hefði aldrei verið lægra gagnvart evru en nú, en fyrir eitt pund fást nú ein evra og 21 sent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×