Erlent

Ræða um hugsanlegan samstarfssamning við Rússa

MYND/AP

Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins funda í Brussel í dag og ræða hvort hefja eigi aftur viðræður um samstarfssamning við Rússa. Þeim viðræðum var frestað vegna stríðs Georgíumanna og Rússa í september.

Utanríkisráðherrar Bretlands og Svíþjóðar lýstu því yfir í morgun að þeir vildu aftur setjast að samningaborðinu en það þýddi ekki að átök Rússa við Georgíumenn væru gleymd og grafin. Pólverjar og Litháar vilja ekki samning en ætla ekki að beita neitunarvaldi nú þegar yfirgnæfandi meirihluti sambandsríkja vilji viðræður.

Talið er að ráðamenn í Kreml séu ekki áhugsamir og vilji fremur gera samninga um viðskipti og stjórnmálasamband við hvert ESB ríki fyrir sig.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×