Skrímsli og óeirðir falli í skuggann af EM 7. maí 2008 14:37 Nú er aðeins mánuður í að EM í knattspyrnu hefjist í Austurríki og Sviss. Mótshaldarar áttu von á að verða í sviðsljósinu á mánuðunum fram að móti, en löndin tvö hafa þó komist í fréttir fyrir miður fallega hluti að undanförnu. Fréttir af hryllilegum atburðum sem áttu sér stað í Amstetten í Austurríki, í 120 km fjarlægð frá höfuðborginni, hafa riðið yfir heimsbyggðina undanfarna daga. Íþróttamálaráðherrann í Austurríki vonar að Amstetten-málið - þar sem maður er sakaður um að hafa haldið dóttur sinni nauðugri og eignast með henni sjö börn - muni ekki varpa skugga á Evrópumótið í sumar. "Evrópumótið mun sýna hið raunverulega Austurríki. Vingjarnlegt og fágað land þar sem íþróttir og menning dafna," sagði ráðherrann í samtali við AP fréttastofuna. Ekki hafa grannar Austurríkismanna í Sviss verið mikið heppnari með framvindu mála nú skömmu fyrir mót, því til óeirða kom á tveimur af mótsstöðunum í síðustu umferð í efstu deild. 45 manns voru fluttir á sjúkrahús eftir að kom til átaka á leikjum helgarinnar og flugust áhorfendur m.a. á við lögreglu. Svisslendingar hafa ekki stórar áhyggjur af þessu fyrir EM í sumar og benda á að öryggisgæsla verði fimmfölduð á við það sem gengur og gerist þegar mótið hefst. Fótboltabullur eru jafnan fyrirbæri sem vekur titring meðal skipuleggjenda fyrir stórmót, en Svisslendingar hafa trú á því að verðlag muni fæla hluta þeirra á brott. "Það er ekki ódýrt að koma hingað og gista og kaupa sig inn á leikina, svo það ætti að koma í veg fyrir eitthvað af þessu," sagði talsmaður öryggismála í Basel. Svartamarkaðsbraskið er jafnan mikið í kring um stórmót á borð við EM og dæmi eru um að miðar á leik Þjóðverja or Pólverja í Klagenfurt í Austurríki séu til sölu á hátt í 200,000 krónur. Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira
Nú er aðeins mánuður í að EM í knattspyrnu hefjist í Austurríki og Sviss. Mótshaldarar áttu von á að verða í sviðsljósinu á mánuðunum fram að móti, en löndin tvö hafa þó komist í fréttir fyrir miður fallega hluti að undanförnu. Fréttir af hryllilegum atburðum sem áttu sér stað í Amstetten í Austurríki, í 120 km fjarlægð frá höfuðborginni, hafa riðið yfir heimsbyggðina undanfarna daga. Íþróttamálaráðherrann í Austurríki vonar að Amstetten-málið - þar sem maður er sakaður um að hafa haldið dóttur sinni nauðugri og eignast með henni sjö börn - muni ekki varpa skugga á Evrópumótið í sumar. "Evrópumótið mun sýna hið raunverulega Austurríki. Vingjarnlegt og fágað land þar sem íþróttir og menning dafna," sagði ráðherrann í samtali við AP fréttastofuna. Ekki hafa grannar Austurríkismanna í Sviss verið mikið heppnari með framvindu mála nú skömmu fyrir mót, því til óeirða kom á tveimur af mótsstöðunum í síðustu umferð í efstu deild. 45 manns voru fluttir á sjúkrahús eftir að kom til átaka á leikjum helgarinnar og flugust áhorfendur m.a. á við lögreglu. Svisslendingar hafa ekki stórar áhyggjur af þessu fyrir EM í sumar og benda á að öryggisgæsla verði fimmfölduð á við það sem gengur og gerist þegar mótið hefst. Fótboltabullur eru jafnan fyrirbæri sem vekur titring meðal skipuleggjenda fyrir stórmót, en Svisslendingar hafa trú á því að verðlag muni fæla hluta þeirra á brott. "Það er ekki ódýrt að koma hingað og gista og kaupa sig inn á leikina, svo það ætti að koma í veg fyrir eitthvað af þessu," sagði talsmaður öryggismála í Basel. Svartamarkaðsbraskið er jafnan mikið í kring um stórmót á borð við EM og dæmi eru um að miðar á leik Þjóðverja or Pólverja í Klagenfurt í Austurríki séu til sölu á hátt í 200,000 krónur.
Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira