Fótbolti

Besti hálfleikur á ferlinum

NordicPhotos/GettyImages

Wayne Rooney segir að síðari hálfleikurinn í leik Króata og Englendinga í síðasta mánuði hafi verið sá besti sem hann hafi spilað með enska landsliðinu.

Englendingar unnu 4-1 sigur í leiknum og létti sigurinn mikla pressu af leikmönnum enska liðsins og Fabio Capello þjálfara.

"Síðari hálfleikurinn var sá besti sem ég hef spilað með landsliðinu," sagði Rooney á blaðamannafundi í dag fyrir leik enska liðsins gegn Kasakstan á Wembley á laugardag.

Hann hrósaði líka innkomu Theo Walcott í landsliðið, en sá skoraði þrennu í leiknum fræga við Króata.

"Theo hefur sannarlega reynst okkur vel síðan hann kom inn í liðið. Hann er líklega fljótasti leikmaður sem ég hef séð og kemur með eitthvað alveg nýtt inn í liðið," sagði Rooney.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×