Enski boltinn

Ferguson heillaðist af Gamba

Elvar Geir Magnússon skrifar
Sir Alex Ferguson.
Sir Alex Ferguson.

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hrósaði liði Gamba Osaka eftir að United vann liðið 5-3 í undanúrslitum á HM félagsliða. Hann hrósaði einnig japönskum fótbolta í heild.

„Gamba lék mjög vel og ég var hrifinn af þeim. Þeir eru með hæfileikaríkt lið og sýndu það að japanskur fótbolti er að verða betri og betri," sagði Ferguson.

„Gamba kom okkur nokkrum sinnum í opna skjöldu en þetta var þægilegra eftir því sem á leikinn leið og við náðum að venjast þeim betur. Það er allavega ljóst að áhorfendur fengu nóg fyrir peningana sína í dag," sagði Ferguson.

„Þetta var frábær leikur og mörkin hefðu vel getað orðið fleiri. Edwin van der Sar varði nokkrum sinnum vel og við fengum fullt af færum sem við nýttum ekki," sagði Ferguson en honum hlakkar mikið til úrslitaleiksins næsta sunnudag gegn LDU Quito frá Ekvador.


Tengdar fréttir

United í úrslit eftir markaveislu í Japan

Evrópumeistarar Manchester United eru komnir í úrslitaleik HM félagsliða en keppnin stendur yfir í Japan. United vann Asíumeistara Gamba Osaka í undanúrslitum í dag 5-3.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×