United í úrslit eftir markaveislu í Japan Elvar Geir Magnússon skrifar 18. desember 2008 10:12 Nemanja Vidic fagnar því að hafa komið United á sporið eftir hornspyrnu Ryan Giggs. Evrópumeistarar Manchester United eru komnir í úrslitaleik HM félagsliða en keppnin stendur yfir í Japan. United vann Asíumeistara Gamba Osaka í undanúrslitum í dag 5-3. United hafði tveggja marka forystu í hálfleik með skallamörkum Nemanja Vidic og Cristiano Ronaldo eftir hornspyrnur Ryan Giggs. Þegar rúmur stundarfjórðungur var eftir af leiknum opnuðust allar flóðgáttir og mörkin streymdu inn. Gamba Osaka minnkaði muninn áður en United skoraði þrjú mörk á fjórum mínútum. Varamennirnir Wayne Rooney og Darren Fletcher sáu um það en sá fyrrnefndi skoraði tvö mörk. Gamba Osaka skoraði tvö síðustu mörk leiksins en þau dugðu skammt og ljóst að United mætir LDU Quito frá Ekvador í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Sá leikur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Leikurinn í dag var í beinni lýsingu hér á Vísi. Man Utd - Gamba Osaka 5-31-0 Vidic (28.), 2-0 Ronaldo (45.), 2-1 Yamazaki (74.), 3-1 Rooney (75.), 4-1 Fletcher (78.), 5-1 Rooney (79.), 5-2 Endo (víti 85.), 5-3 Hashimoto (90.) ______________________ 12:25 Leik lokið. Gamba Osaka minnkaði muninn í 5-3 í uppbótartíma og urðu það lokatölur leiksins. 12:14 MARK! Hendi á Gary Neville innan teigs og vítaspyrna dæmd. Gamba Osaka náði að minnka muninn úr spyrnunni. 12:10 MÖRK! Flóðgáttirnar hafa heldur betur opnast og varamenn United láta til sín taka. Darren Fletcher skoraði fjórða mark United og Rooney það fimmta (og annað mark sitt) Þrjú mörk frá United á fjórum mínútum. 12:07 MÖRK! Masato Yamazaki náði að minnka muninn fyrir Gamba Osaka með laglegu marki. En Wayne Rooney svaraði strax og skoraði með sinni fyrstu snertingu. Ótrúlegur leikkafli. 3-1 fyrir United. 12:04 United hefur leikinn í sínum höndum og bara formsatriði að klára hann. Tevez er farinn af velli fyrir Wayne Rooney. 11:58 Sir Alex Ferguson hefur framkvæmt fyrstu skiptingar leiksins. Darren Fletcher er kominn inn fyrir Paul Scholes sem var að stíga upp úr meiðslum. Þá kom Johnny Evans inn fyrir Nemanja Vidic. 11:46 Hurð skall nærri hælum upp við mark United. Gamba Osaka í stórhættulegri sókn en gestirnir náðu að bægja hættunni frá. 11:31 Seinni hálfleikur að hefjast. United er í ansi þægilegri stöðu og mikið þarf að fara úrskeiðis til að liðið missi þetta úr sínum höndum. 11:17 MARK! Gamba Osaka gengur illa að ráða við hornspyrnur Ryan Giggs. Nú er það Cristiano Ronaldo sem skoraði með glæsilegum skalla eftir horn í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Það er kominn hálfleikur. 10:58 MARK! Nemanja Vidic kemur Manchester United yfir með skalla eftir hornspyrnu frá Giggs. United hefur verið að taka völdin á vellinum. 10:48 Leikmenn Gamba Osaka hafa sýnt það á upphafskafla leiksins að þeir kunna ýmislegt. Þeir hafa látið reyna á Van der Sar í marki Manchester United. Stefnir alls ekki í auðveldan leik fyrir Evrópumeistarana. 10:36 Leikurinn er hafinn í Japan en það eru 80 þúsund áhorfendur á pöllunum og stemningin góð. 10:15 Wayne Rooney byrjar á varamannabekk United en Dimitar Berbatov er fjarri góðu gamni. Hér að neðan má sjá byrjunarlið United. Byrjunarlið: Van der Sar, Neville, Ferdinand, Vidic, Evra, Nani, Anderson, Scholes, Giggs, Ronaldo, Tevez.Varamenn: Kuszczak, Rafael Da Silva, O'Shea, Evans, Carrick, Fletcher, Gibson, Park, Welbeck, Rooney, Amos. Fótbolti Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Sjá meira
Evrópumeistarar Manchester United eru komnir í úrslitaleik HM félagsliða en keppnin stendur yfir í Japan. United vann Asíumeistara Gamba Osaka í undanúrslitum í dag 5-3. United hafði tveggja marka forystu í hálfleik með skallamörkum Nemanja Vidic og Cristiano Ronaldo eftir hornspyrnur Ryan Giggs. Þegar rúmur stundarfjórðungur var eftir af leiknum opnuðust allar flóðgáttir og mörkin streymdu inn. Gamba Osaka minnkaði muninn áður en United skoraði þrjú mörk á fjórum mínútum. Varamennirnir Wayne Rooney og Darren Fletcher sáu um það en sá fyrrnefndi skoraði tvö mörk. Gamba Osaka skoraði tvö síðustu mörk leiksins en þau dugðu skammt og ljóst að United mætir LDU Quito frá Ekvador í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Sá leikur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Leikurinn í dag var í beinni lýsingu hér á Vísi. Man Utd - Gamba Osaka 5-31-0 Vidic (28.), 2-0 Ronaldo (45.), 2-1 Yamazaki (74.), 3-1 Rooney (75.), 4-1 Fletcher (78.), 5-1 Rooney (79.), 5-2 Endo (víti 85.), 5-3 Hashimoto (90.) ______________________ 12:25 Leik lokið. Gamba Osaka minnkaði muninn í 5-3 í uppbótartíma og urðu það lokatölur leiksins. 12:14 MARK! Hendi á Gary Neville innan teigs og vítaspyrna dæmd. Gamba Osaka náði að minnka muninn úr spyrnunni. 12:10 MÖRK! Flóðgáttirnar hafa heldur betur opnast og varamenn United láta til sín taka. Darren Fletcher skoraði fjórða mark United og Rooney það fimmta (og annað mark sitt) Þrjú mörk frá United á fjórum mínútum. 12:07 MÖRK! Masato Yamazaki náði að minnka muninn fyrir Gamba Osaka með laglegu marki. En Wayne Rooney svaraði strax og skoraði með sinni fyrstu snertingu. Ótrúlegur leikkafli. 3-1 fyrir United. 12:04 United hefur leikinn í sínum höndum og bara formsatriði að klára hann. Tevez er farinn af velli fyrir Wayne Rooney. 11:58 Sir Alex Ferguson hefur framkvæmt fyrstu skiptingar leiksins. Darren Fletcher er kominn inn fyrir Paul Scholes sem var að stíga upp úr meiðslum. Þá kom Johnny Evans inn fyrir Nemanja Vidic. 11:46 Hurð skall nærri hælum upp við mark United. Gamba Osaka í stórhættulegri sókn en gestirnir náðu að bægja hættunni frá. 11:31 Seinni hálfleikur að hefjast. United er í ansi þægilegri stöðu og mikið þarf að fara úrskeiðis til að liðið missi þetta úr sínum höndum. 11:17 MARK! Gamba Osaka gengur illa að ráða við hornspyrnur Ryan Giggs. Nú er það Cristiano Ronaldo sem skoraði með glæsilegum skalla eftir horn í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Það er kominn hálfleikur. 10:58 MARK! Nemanja Vidic kemur Manchester United yfir með skalla eftir hornspyrnu frá Giggs. United hefur verið að taka völdin á vellinum. 10:48 Leikmenn Gamba Osaka hafa sýnt það á upphafskafla leiksins að þeir kunna ýmislegt. Þeir hafa látið reyna á Van der Sar í marki Manchester United. Stefnir alls ekki í auðveldan leik fyrir Evrópumeistarana. 10:36 Leikurinn er hafinn í Japan en það eru 80 þúsund áhorfendur á pöllunum og stemningin góð. 10:15 Wayne Rooney byrjar á varamannabekk United en Dimitar Berbatov er fjarri góðu gamni. Hér að neðan má sjá byrjunarlið United. Byrjunarlið: Van der Sar, Neville, Ferdinand, Vidic, Evra, Nani, Anderson, Scholes, Giggs, Ronaldo, Tevez.Varamenn: Kuszczak, Rafael Da Silva, O'Shea, Evans, Carrick, Fletcher, Gibson, Park, Welbeck, Rooney, Amos.
Fótbolti Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Sjá meira