Fótbolti

Gunnleifur byrjar í markinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gunnleifur Gunnleifsson stendur vaktina í markinu í dag.
Gunnleifur Gunnleifsson stendur vaktina í markinu í dag. Mynd/Vilhelm
Ólafur Jóhannesson hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Hollendingum í undankeppni HM 2010 í Rotterdam í dag.

Athygli vekur að Gunnleifur Gunnleifsson er látinn standa vaktina í markinu en Árni Gautur Arason má sætta sig við að sitja á bekknum.

Grétar Rafn Steinsson og Heiðar Helguson eru meiddir og eru því ekki á skýrslu í dag, rétt eins og Guðmundur Steinarsson og Helgi Valur Daníelsson.

Brynjar Björn Gunnarsson kemur beint inn í byrjunarliðið eftir langa fjarveru vegna meiðsla og Aron Einar Gunnarsson er á bekknum.

Indriði Sigurðsson kemur svo inn í byrjunarliðið í stöðu vinstri bakvarðar í stað Bjarna Ólafs Eiríkssonar.

Veigar Páll Gunnarsson kemur inn fyrir Heiðar og Ragnar Sigurðsson fyrir Grétar Rafn.

Byrjunarliðið:

Markvörður: Gunnleifur Gunnleifsson

Hægri bakvörður: Ragnar Sigurðsson

Vinstri bakvörður: Indriði Sigurðsson

Miðverðir: Hermann Hreiðarsson, fyrirliði og Kristján Örn Sigurðsson

Tengiliðir: Brynjar Björn Gunnarsson og Stefán Gíslason

Sóknartengiliður: Eiður Smári Guðjohnsen



Hægri kantur
: Birkir Már Sævarsson

Vinstri kantur: Emil Hallfreðsson

Framherji: Veigar Páll Gunnarsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×