Erlent

Tvö hundruð manns fallið í Írak undan farna daga

Átöin um olíuborgina Basra í Írak hafa nú breiðst út um nær allan suðurhluta Íraks og til höfuðborgarinnar Bagdad. Talið er að rúmlega tvö hundruð manns hafi fallið og mörg hundruð særst í hörðum átökum íraskra hermenna og rótækra sjía múslima síðustu daga.

Bandarískir hermenn hafa síðan í gær dregist hægt og sígandi inn í bardagana. Í Basra hafa hermenn barist við bandamenn rótæka sjía klerksins Mok-tada al-Sadr og talið að hundrað og þrjátíu hafi fallið þar síðan á þriðjudaginn.

Flugskeytum hefur ringt yfir græna svæðið svokallaða í Bagdad síðustu daga þrátt fyrir að útgöngubann sé í gildi í borginni til morguns. Á græna svæðinu eru meðal annars höfuðstöðvar Bandaríkjahers og þar kemur íraska þingið saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×