Erlent

Flóttinn enn rekinn í Kongó

Óli Tynes skrifar
Gæsluliðar Sameinuðu þjóðanna á flótta í Kongó.
Gæsluliðar Sameinuðu þjóðanna á flótta í Kongó. MYND/AP

Utanríkisráðherrar Bretlands og Frakklands komu til Afríkuríkisins Kongó í dag til þess að reyna að koma á friði í austurhluta landsins.

Uppreisnarmenn reka þar flótta stjórnarhersins og gæsluliðs Sameinuðu þjóðanna. Gæsluliðinu hefur ekki tekist að stilla til friðar þótt það sé fjölmennasta gæslulið samtakanna í nokkru landi.

Í liðinu eru um sautján þúsund hermenn, frá öðrum Afríkuríkjum. Hundruð þúsunda óbreyttra borgara fylgja stjórnarhernum og Sameinuðu þjóðunum á flóttanum enda uppreisnarmenn alræmdir fyrir grimmdarverk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×