Erlent

Vextir lækka á millibankalánum

Óli Tynes skrifar
Undanfarnar vikur hafa verið tími örvæntingar í kauphöllum.
Undanfarnar vikur hafa verið tími örvæntingar í kauphöllum. MYND/AP

Bandarískur almenningur hefur dregið mjög út neyslu sinni og útlitið er ekki sérlega gott í framleiðslugreinum þar í landi.

Hinsvegar sjást nú merki um að alþjóðlegir markaðir séu að styrkjast. Vextir á millibankalánum hafa lækkað og síðasta vika var góð á verðbréfamörkuðum í Bandaríkjunum.

Lækkun á vöxtum millibankalána bendir til þess að aðgerðir seðlabanka heimsins undanfarnar vikur séu farnar að skila einhverjum árangri við að losa um lausafé. Þar hefur einhver mesti vandinn legið.

Bankar hafa verið dauðhræddir við að lána sín á milli því enginn veit hvar eitruð skuldabréf liggja.

Bankarnir hafa legið á aurum sínum eins og ormur á gulli. Lausafjárskortur hefur valdið miklum búsifjum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×