Enski boltinn

Beckham er ekki til sölu

Nordic Photos / Getty Images

Alexi Lalas, forseti LA Galaxy, segir ekki koma til greina að David Beckham verði seldur frá félaginu. Orðrómur komst á kreik í gær um að Newcastle hefði hug á að kaupa Beckham, en hann hefur verið þaggaður niður af bæði Newcastle og Galaxy.

"Ég get með vissu sagt að það er ekkert til í þessum orðrómi. David er að gera sig kláran fyrir sinn 100. landsleik og við erum allir mjög stoltir af honum. Hann er þar að auki mjög ánægður í Los Angeles," sagði Lalas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×