Fótbolti

John Barnes tekinn við Jamaíka

NordicPhotos/GettyImages

Fyrrum Liverpool leikmaðurinn John Barnes hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Jamaíka í knattspyrnu.

Hinn 44 ára gamli Barnes er fæddur á Jamaíka og hefur skrifað undir eins árs samning, en hann tekur við af Brasilíumanninum Rene Simoes.

Barnes hefur ekki sinnt þjálfun síðan hann lét af störfum hjá skoska liðinu Celtic um aldamótin, en þar þótti hann ekki gera gott mót.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×