Enski boltinn

Wenger: Dómararnir hafa refsað okkur ítrekað

NordcPhotos/GettyImages

Arsene Wenger segist aldrei hafa séð lið lenda í öðru eins mótlæti og hans menn á undanförnum vikum. Hann segir leikmenn sína fórnarlömb dómgæslu og segir allar lykilákvarðanir dómara hafa gengið gegn liði sínu.

Wenger viðurkennir að tímabilið sé undir á morgun þegar lið hans sækir Manchester United heim, en hann segir sína menn fórnarlömb.

"Ég hef aldrei séð nokkru liði refsað eins hart og mínu liði hefur verið refsað undanfarið - á þeim ellefu árum sem ég hef verið í úrvalsdeildinni," sagði Wenger í samtali við Daily Mail.

"Hver einasta ákvörðun dómara hefur fallið á móti þessu liði í hverjum einasta leik undanfarið og því væri ekkert betra en að vinna sigur á morgun. Mér er alveg sama þó ég sé gagnrýndur, það er betra að ég sé gagnrýndur en leikmennirnir. Dómgæslan gegn okkur hefur skemmt sjálfstraust leikmanna minna og þegar svo er, verða þeir viðkvæmir," sagði Wenger.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×