Fótbolti

Ronaldo þarf að grennast

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þetta eru myndir sem náðust af Ronaldo í júlí síðastliðnum.
Þetta eru myndir sem náðust af Ronaldo í júlí síðastliðnum. Nordic Photos / Getty Images
Læknir Brasilíumannsins Ronaldo segir að endurhæfing hans gangi vel en að hann þurfi að grennast svo hann geti byrjað að æfa sig með bolta.

Ronaldo meiddist illa á hné í febrúar síðastliðnum og er sem stendur án félags eftir að samningur hans við AC Milan rann út í vor. Hann er nú að hefja lokastig endurhæfingar sinnar.

„Hann hefur það mjög gott," sagði Jose Luiz Runca, læknir Ronaldo. „Það er ekkert sem hrjáir hann núna en hann þarf að leggj af."

Sjálfur sagði Ronaldo að það væri ekkert óeðlilegt við líkamsþyngd hans.

„Ég hef ekki spilað í hálft ár og er því vitanlega of þungur. Allir myndu þyngjast í mínu ástandi," sagði Ronaldo sem verður 32 ára gamall síðar í mánuðinum.

„Núna hefst svo erfiðasti hluti endurhæfingarinnar," bætti hann við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×