Erlent

Bush játar að hafa orðið fótaskortur á tungunni

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

George Bush Bandaríkjaforseti játar loksins undir lok embættistíma síns að sumar yfirlýsinga hans hafi ef til vill ekki verið sem allra heppilegastar.

Í spjalli við blaðamann CNN nefnir hann að orðalag á borð við að ná vissum aðilum dauðum eða lifandi hafi alls ekki verið í anda þess sem forseti ætti að láta út úr sér. Þá játar Bush að það hafi verið forsetafrúin sjálf sem vandaði um við hann og sagði honum að sem Bandaríkjaforseti yrði hann hreinlega að gæta tungu sinnar.

Með ummælunum sem hér voru tilgreind vísar hann til þess þegar hann sagði eftir 11. september 2001 að Osama bin Laden yrði að ná, lífs eða liðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×