Enski boltinn

Figueroa skrifar undir hjá Wigan

Elvar Geir Magnússon skrifar

Vinstri bakvörðurinn Maynor Figueroa hefur skrifað undir þriggja og hálfs árs samning við Wigan.

Hann hefur verið á lánssamningi hjá Wigan síðasta árið frá Deportivo Olimpia í heimalandi sínu, Hondúras.

Steve Bruce, stjóri Wigan, segist hafa verið heillaður af metnaði og framkomu Figueroa sem er 25 ára gamall og því var ákveðið að semja við hann til frambúðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×