Enski boltinn

Grétar Rafn í liði vikunnar

Damien Duff komst hvorki lönd né strönd í leik Newcastle og Bolton um helgina. Grétar Rafn Steinsson sá til þess.
Damien Duff komst hvorki lönd né strönd í leik Newcastle og Bolton um helgina. Grétar Rafn Steinsson sá til þess.

Hægri bakvörðurinn Grétar Rafn Steinsson er í liði vikunnar hjá hinni vinsælu Soccernet fótboltafréttasíðu eftir leiki helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Grétar lék sinn fyrsta leik með Bolton um helgina eftir að hafa gengið til liðs við félagið frá AZ Alkmaar.

Að sögn sparkfræðinga Soccernet síðunnar beindist öll athyglin á leik Newcastle og Bolton að endurkomu Kevin Keegan. Grétar hafi ekki látið það á sig fá og átt stjörnuleik, stolið senunni. Hann hafi sýnt fram á það að hann geti vel spjarað sig í ensku úrvalsdeildinni.

"Og ef þið trúið okkur ekki, spyrjið bara Damien Duff," klykkja þeir á Soccernet út með, en írski landsliðsmaðurinn sá ekki til sólar í viðureignum sínum við Grétar Rafn um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×