Fótbolti

Fjalar inn fyrir Stefán Loga

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fjalar Þorgeirsson kemur inn í íslenska landsliðshópinn á ný.
Fjalar Þorgeirsson kemur inn í íslenska landsliðshópinn á ný.

Fjalar Þorgeirsson hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn í stað Stefáns Loga Magnússonar sem meiddist á æfingu í dag.

Þetta kom fram á fótbolta.net í kvöld. Það er því nokkuð ljóst að Kjartan Sturluson mun standa á milli stanganna í íslenska markinu gegn Skotum á Laugardalsvelli annað kvöld.

Kjartan var í markinu gegn Norðmönnum um helgina en Stefán Logi í vináttulandsleiknum gegn Aserbaídsjan í síðasta mánuði.

Allir leika þessir markverðir með íslenskum félögum. Kjartan með Val, Stefán Logi KR og Fjalar með Fylki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×