Endurútgefur Ólaf Jóhann 11. september 2008 06:00 Pétur Már Ólafsson segir það hafa blundað í honum lengi að endurútgefa þríleik Ólafs Jóhanns Sigurðssonar um blaðamanninn Pál Jónsson. „Þetta er gamall draumur sem hefur blundað í mér lengi,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá bókaforlaginu Veröld, sem mun endurútgefa þríleik Ólafs Jóhanns Sigurðssonar um Pál Jónsson blaðamann á komandi mánuðum. Þríleikurinn hefur verið ófáanlegur um árabil, en bækurnar, Gangvirkið, Seiður og hélog og Drekar og smáfuglar, komu út á árunum 1955-1983. „Við gefum þetta stórvirki nú út í tveimur hlutum í stað þriggja. Upphaflega ætluðum við að reyna að koma þessu í eitt bindi, en það reyndist bara ógjörningur,“ segir Pétur, enda skáldverkið viðamikið. Fyrri hlutinn, fyrri bækurnar tvær, kemur út í lok mánaðar, á sama tíma og Ólafur Jóhann hefði fagnað níræðisafmæli, en sá seinni eftir áramót. Verkið gerist um og eftir stríðsárin og er að sögn Péturs eitt viðamesta skáldverkið um lífið á landinu á þessu mikla umbrotaskeiði. „Því miður hefur kannski verið hljóðara um Ólaf Jóhann undanfarin ár en hann á skilið, hann var einn okkar mesti rithöfundur á 20. öld,“ segir Pétur, sem vonast til að endurvekja áhuga fólks á höfundinum. „Þetta verk hefur verið ófáanlegt í mörg ár, og sem dæmi um það reyndum við að finna gömul eintök til að hafa til hliðsjónar núna í nýrri útgáfu, en það reyndist bara ómögulegt að finna þau á fornbókasölum. Við erum mjög stolt af því að fá að gera þetta og vonum að þjóðin kunni að meta þennan mikla snilling að verðleikum,“ segir Pétur. - sun Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Þetta er gamall draumur sem hefur blundað í mér lengi,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá bókaforlaginu Veröld, sem mun endurútgefa þríleik Ólafs Jóhanns Sigurðssonar um Pál Jónsson blaðamann á komandi mánuðum. Þríleikurinn hefur verið ófáanlegur um árabil, en bækurnar, Gangvirkið, Seiður og hélog og Drekar og smáfuglar, komu út á árunum 1955-1983. „Við gefum þetta stórvirki nú út í tveimur hlutum í stað þriggja. Upphaflega ætluðum við að reyna að koma þessu í eitt bindi, en það reyndist bara ógjörningur,“ segir Pétur, enda skáldverkið viðamikið. Fyrri hlutinn, fyrri bækurnar tvær, kemur út í lok mánaðar, á sama tíma og Ólafur Jóhann hefði fagnað níræðisafmæli, en sá seinni eftir áramót. Verkið gerist um og eftir stríðsárin og er að sögn Péturs eitt viðamesta skáldverkið um lífið á landinu á þessu mikla umbrotaskeiði. „Því miður hefur kannski verið hljóðara um Ólaf Jóhann undanfarin ár en hann á skilið, hann var einn okkar mesti rithöfundur á 20. öld,“ segir Pétur, sem vonast til að endurvekja áhuga fólks á höfundinum. „Þetta verk hefur verið ófáanlegt í mörg ár, og sem dæmi um það reyndum við að finna gömul eintök til að hafa til hliðsjónar núna í nýrri útgáfu, en það reyndist bara ómögulegt að finna þau á fornbókasölum. Við erum mjög stolt af því að fá að gera þetta og vonum að þjóðin kunni að meta þennan mikla snilling að verðleikum,“ segir Pétur. - sun
Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira