Enski boltinn

Wenger í sigtinu hjá Barcelona?

Nordic Photos / Getty Images

Spænskir fjölmiðlar segja að Arsene Wenger sé fyrsti kostur Barcelona til að taka við þjálfarastöðunni af Frank Rijkaard næsta sumar. Barcelona er nú átta stigum á eftir Real Madrid í töflunni og hefur oft leikið betur en í vetur.

Þannig segir Mundo Deportivo að þó þeir Jose Mourinho og Marco Van Basten gætu komið til greina sem eftirmenn Frank Rijkaard, sé Arsene Wenger hjá Arsenal fyrsti kostur félagsins í þjálfarastólinn. Slíkt sé mat stjórnar félagsins.

Wenger skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við Arsenal í september á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×