Innlent

Ræktuðu ekki sambandið við Björn Inga

Gísli Marteinn Baldursson er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Gísli Marteinn Baldursson er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Sjálfstæðismenn ræktuðu illa sambandið við Björn Inga Hrafnsson, þáverandi oddvita Framsóknarflokksins, sem varð til þess að upp úr slitnaði í samstarfi flokkanna í október á síðasta ári. Þetta segir Gísli í pistli á heimasíðu sinni.

,,Ég er spurður hvernig við getum treyst Framsóknarmönnum aftur eftir svikin síðast. Ég svara því til að síðast ræktuðum við illa sambandið á milli flokkanna þegar mest reið á," segir Gísli og bætir við að framsóknarmenn hafi haldið að Sjálfstæðisflokkurinn væri að mynda annan meirihluta bak við þá.

Gísli segir að gamlir framsóknarsleðar hafi fullyrt að svo væri við við Björn Inga. ,,Það var hinsvegar fjarri sanni og það var ekki fyrr en ég fékk símhringingu frá Vilhjálmi, þar sem ég sat og át rækjubrauð í Höfða ásamt Óskari Bergssyni, að það rann upp fyrir mér að meirihlutinn væri sprunginn. Fyrst þá hófum við máttlausar tilraunir til að brjótast inn í samdrátt hins laglausa Tjarnarkvartets."

Gísli viðurkennir að fráfarandi meirihluti hafi ekki reynst nægjanlega sterkur. ,,Við vorum allt of lengi að taka ákvarðanir og þegar sum okkar héldu að búið væri að taka þær, reyndust þær skyndilega komnar upp í loft aftur. Það er erfitt að vinna við þannig aðstæður."

Allt frá því að REI málið hófst fyrir 11 mánuðum hefur hvílt myrkur yfir því sem farið hefur fram í ráðhúsi Reykjavíkur, að mati Gísla. ,,Flokkar sem lítið áttu sameiginlegt reyndu að vinna saman í 100 daga, án þess að koma sér saman um það að hverju ætti að vinna. Tjarnarkvartettinn söng aldrei eitt einasta lag, því sönghópurinn kom sér ekki saman um lagaval."

Pistil Gísla Marteins er hægt að lesa hér.






Tengdar fréttir

Nýr meirihluti er uppvakningur

Formaður Samfylkingar kallar nýjan meirihluta í borgarstjórn uppvakning og segir myndun hans harmleik. Formaður Sjálfstæðisflokksins segist hins vegar ánægður með meirihlutann.

Sama staða og hjá fráfarandi meirihluta

Marsilbil Sæmundardóttir, annar maður á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík, styður ekki meirihluta flokksins og Sjálfstæðisflokksins sem myndaður var í gærkvöld. Þetta segir hún í samtali við Fréttablaðið í dag.

Hræringar hafa laskað Sjálfstæðisflokkinn að ákveðnu leyti

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokkinn, telur að hræringar undanfarinna missera í borgarstjórn hafi laskað flokkinn að ákveðnu leyti, eins og hún orðar það í samtali við fréttamann Stöðvar 2.

Hafna bakdyradúetti framsóknar og sjálfstæðismanna

Hallveig – ungir jafnaðarmenn í Reykjavík, hafnar nýjum meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í borginni og telur félagið að Reykvíkingar séu sama sinnis. Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu.

Vonar að Marsibil fylgi Óskari þegar upp er staðið

Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins segir að Óskar Bergsson hafi fylgt sannfæringu sinni þegar hann ákvað mynda meirihluta með sjálfstæðismönnum í borgarstjórn í gær. Hann segir að afstaða Marsibil Sæmundardóttur sé harðari en hann átti von á.

Marsibil: Óskar er ógeðslega fúll út í mig

Marsibil Sæmundardóttir, sem er önnur á lista Framsóknarflokks í Reykjavík, segir í samtali við Vísi að hún hafi ekki getað hugsað sé að starfa með núverandi borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokks í nýjum meirihluta. Það skýri þá ákvörðun hennar að starfa ekki með meirihlutanum.

Fundarmenn virtu afstöðu Marsibil

Marsibil Sæmundardóttir ,varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins, sem ekki styður meirihlutasamstarf Óskars Bergssonar og Sjálfstæðisflokksins fór á fund með framsóknarmönnum í hádeginu. Marsibil segir fundarmenn hafa skilið sína afstöðu en lykilfólk í flokknum, aðallega úr Reykjavík, sat fundinn.

Annar varamaður Framsóknar ekki í Framsókn

Ásrún Kristjánsdóttir hönnuður sem, skipaði 4. sæti á lista Framsóknarflokksins í seinustu borgarstjórnarkosningum, er ekki lengur í flokknum. Marsibil Sæmundsdóttir, varaborgarfulltrúi, styður ekki nýjan meirihluta.

Óskar staðfestir að Marsibil styðji ekki nýja meirihlutann

Marsibil Sæmundardóttir, sem er varaborgarfulltrúi fyrir Óskar Bergsson í Framsóknarflokknum, mun ekki starfa með nýmynduðum meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Reykjavík. Þetta kom í ljós eftir samtal Óskars og Marsibil í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×