Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 11. desember 2025 16:49 Bakaríið Hygge var lokað í alls 245 daga á meðan beðið var eftir rekstrarleyfi. Vísir/Anton Brink Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði kröfu íbúa í grennd við bakaríið og kaffihúsið Hygge á Barónsstíg. Íbúarnir lögðu fram stjórnvaldskæru og kölluðu eftir því að starfsleyfi staðarins yrði afturkallað, meðal annars vegna sorphirðumála og mengunar. Íbúar við Hverfisgötu 94 til 96 og Barónsstíg 6 lögðu fram stjórnvaldskæru um miðjan nóvember þar sem þau kröfðust þess að starfsleyfi Hygge yrði afturkallað. Staðurinn var opnaður í júlí eftir 245 daga bið eftir rekstrarleyfinu. Meðal þess sem tafði leyfisveitinguna voru sorphirðumálin. „Þannig að í stuttu máli þá var þannig að þeir vildu ekki að upprunalega sorpið sem var þarna frá fyrrum veitingastað væri þarna sem það átti að vera. Þannig við þurftum að finna aðra lausn og við þurftum að koma því fyrir og þeir að koma og gefa grænt ljós. Þá mátti það allt í einu ekki vera þar og þeir hættu við. Þá þurftum við aftur að fara grafa eitthvað og þá allt í einu mátti upprunalega sorpið vera til staðar,“ sagði Axel Þorsteinsson, einn eigenda, á Bylgjunni í sumar. Í kærunni er reifuð forsagan þar sem kemur fram að ítrekað hafi verið kvartað yfir slæmri umgengni í ruslagerðinu, sem bæði íbúar húsanna og veitingastaðurinn Grazie Trattoria notuðu. Í umsögn heilbrigðiseftirlitsins kom fram að ruslagerðið væri ekki nægilega stórt fyrir bæði Grazie og Hygge og segja íbúar að það hefði átt að leiða til þess að umsókn Hygge hefði aldrei verið samþykkt. Þá er einnig sett út á að veruleg lyktarmengun berist í sameign húsanna og frá útblæstri á svölum íbúðar 501. Rörin séu ekki í samræmi við lög og frágangurinn hafi leitt til mengunar og skerðingar loftgæða fyrir íbúa hússins. Höfnuðu kröfunum Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála tók kæruna fyrir en hafnaði kröfum íbúanna um að ógilda ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um að gefa út starfsleyfi til tólf ára til reksturs kaffihúss að Barónsstíg 6. Í niðurstöðum úrskurðarins segir að byggingarfulltrúi hafi fyrst veitt neikvæða umsögn um að nýta sameignarlóðina fyrir sorpaðstöðu, en síðan skipt um skoðun í júlímánuði. Þótt breytingin hafi ekki verið rökstudd kemur fram að í samningi Hygge og seljanda fasteigna í fjölbýlishúsinu frá 2021 kveður skýrt á um aðgengi leigutaka atvinnurýmis á jarðhæð að sorpaðstöðunni. Þegar litið var til kvartana um að útblásturinn væri mengandi fyrir íbúa segir að fyrirkomulag loftræstingarinnar sé óheppilegt. Þó sé ákvæði um að útsog úr eldhúsum skuli almennt ná upp fyrir efstu klæðningu þaks en embættið taldi staðsetningu útsogsins ekki vera í ósamræmi við greint ákvæði byggingarreglugerðarinnar. „Fyrir liggur að útsog frá hinni umdeildu starfsemi er við enda rúmgóðra svala íbúðar 501 í húsinu að Hverfisgötu 96 og nær ekki upp fyrir efstu klæðningu þaks hússins. Verður að telja fyrirkomulag loftræsingarinnar óheppilegt með tilliti til grenndaráhrifa gagnvart íbúum þeirrar íbúðar,“ segir í niðurstöðunum. „Aftur á móti er ljóst af orðalagi ákvæðisins að ekki er um ófrávíkjanlegt skilyrði að ræða. Þrátt fyrir að útsogið nái ekki upp fyrir efstu klæðningu þaks hússins verður ekki talið að ósamræmið fari gegn tilvitnuðum ákvæðum byggingarreglugerðar þannig að raskað geti gildi hins kærða starfsleyfis.“ Reykjavík Bakarí Veitingastaðir Rekstur hins opinbera Heilbrigðiseftirlit Stjórnsýsla Sorphirða Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Íbúar við Hverfisgötu 94 til 96 og Barónsstíg 6 lögðu fram stjórnvaldskæru um miðjan nóvember þar sem þau kröfðust þess að starfsleyfi Hygge yrði afturkallað. Staðurinn var opnaður í júlí eftir 245 daga bið eftir rekstrarleyfinu. Meðal þess sem tafði leyfisveitinguna voru sorphirðumálin. „Þannig að í stuttu máli þá var þannig að þeir vildu ekki að upprunalega sorpið sem var þarna frá fyrrum veitingastað væri þarna sem það átti að vera. Þannig við þurftum að finna aðra lausn og við þurftum að koma því fyrir og þeir að koma og gefa grænt ljós. Þá mátti það allt í einu ekki vera þar og þeir hættu við. Þá þurftum við aftur að fara grafa eitthvað og þá allt í einu mátti upprunalega sorpið vera til staðar,“ sagði Axel Þorsteinsson, einn eigenda, á Bylgjunni í sumar. Í kærunni er reifuð forsagan þar sem kemur fram að ítrekað hafi verið kvartað yfir slæmri umgengni í ruslagerðinu, sem bæði íbúar húsanna og veitingastaðurinn Grazie Trattoria notuðu. Í umsögn heilbrigðiseftirlitsins kom fram að ruslagerðið væri ekki nægilega stórt fyrir bæði Grazie og Hygge og segja íbúar að það hefði átt að leiða til þess að umsókn Hygge hefði aldrei verið samþykkt. Þá er einnig sett út á að veruleg lyktarmengun berist í sameign húsanna og frá útblæstri á svölum íbúðar 501. Rörin séu ekki í samræmi við lög og frágangurinn hafi leitt til mengunar og skerðingar loftgæða fyrir íbúa hússins. Höfnuðu kröfunum Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála tók kæruna fyrir en hafnaði kröfum íbúanna um að ógilda ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um að gefa út starfsleyfi til tólf ára til reksturs kaffihúss að Barónsstíg 6. Í niðurstöðum úrskurðarins segir að byggingarfulltrúi hafi fyrst veitt neikvæða umsögn um að nýta sameignarlóðina fyrir sorpaðstöðu, en síðan skipt um skoðun í júlímánuði. Þótt breytingin hafi ekki verið rökstudd kemur fram að í samningi Hygge og seljanda fasteigna í fjölbýlishúsinu frá 2021 kveður skýrt á um aðgengi leigutaka atvinnurýmis á jarðhæð að sorpaðstöðunni. Þegar litið var til kvartana um að útblásturinn væri mengandi fyrir íbúa segir að fyrirkomulag loftræstingarinnar sé óheppilegt. Þó sé ákvæði um að útsog úr eldhúsum skuli almennt ná upp fyrir efstu klæðningu þaks en embættið taldi staðsetningu útsogsins ekki vera í ósamræmi við greint ákvæði byggingarreglugerðarinnar. „Fyrir liggur að útsog frá hinni umdeildu starfsemi er við enda rúmgóðra svala íbúðar 501 í húsinu að Hverfisgötu 96 og nær ekki upp fyrir efstu klæðningu þaks hússins. Verður að telja fyrirkomulag loftræsingarinnar óheppilegt með tilliti til grenndaráhrifa gagnvart íbúum þeirrar íbúðar,“ segir í niðurstöðunum. „Aftur á móti er ljóst af orðalagi ákvæðisins að ekki er um ófrávíkjanlegt skilyrði að ræða. Þrátt fyrir að útsogið nái ekki upp fyrir efstu klæðningu þaks hússins verður ekki talið að ósamræmið fari gegn tilvitnuðum ákvæðum byggingarreglugerðar þannig að raskað geti gildi hins kærða starfsleyfis.“
Reykjavík Bakarí Veitingastaðir Rekstur hins opinbera Heilbrigðiseftirlit Stjórnsýsla Sorphirða Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira