Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 11. desember 2025 16:49 Bakaríið Hygge var lokað í alls 245 daga á meðan beðið var eftir rekstrarleyfi. Vísir/Anton Brink Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði kröfu íbúa í grennd við bakaríið og kaffihúsið Hygge á Barónsstíg. Íbúarnir lögðu fram stjórnvaldskæru og kölluðu eftir því að starfsleyfi staðarins yrði afturkallað, meðal annars vegna sorphirðumála og mengunar. Íbúar við Hverfisgötu 94 til 96 og Barónsstíg 6 lögðu fram stjórnvaldskæru um miðjan nóvember þar sem þau kröfðust þess að starfsleyfi Hygge yrði afturkallað. Staðurinn var opnaður í júlí eftir 245 daga bið eftir rekstrarleyfinu. Meðal þess sem tafði leyfisveitinguna voru sorphirðumálin. „Þannig að í stuttu máli þá var þannig að þeir vildu ekki að upprunalega sorpið sem var þarna frá fyrrum veitingastað væri þarna sem það átti að vera. Þannig við þurftum að finna aðra lausn og við þurftum að koma því fyrir og þeir að koma og gefa grænt ljós. Þá mátti það allt í einu ekki vera þar og þeir hættu við. Þá þurftum við aftur að fara grafa eitthvað og þá allt í einu mátti upprunalega sorpið vera til staðar,“ sagði Axel Þorsteinsson, einn eigenda, á Bylgjunni í sumar. Í kærunni er reifuð forsagan þar sem kemur fram að ítrekað hafi verið kvartað yfir slæmri umgengni í ruslagerðinu, sem bæði íbúar húsanna og veitingastaðurinn Grazie Trattoria notuðu. Í umsögn heilbrigðiseftirlitsins kom fram að ruslagerðið væri ekki nægilega stórt fyrir bæði Grazie og Hygge og segja íbúar að það hefði átt að leiða til þess að umsókn Hygge hefði aldrei verið samþykkt. Þá er einnig sett út á að veruleg lyktarmengun berist í sameign húsanna og frá útblæstri á svölum íbúðar 501. Rörin séu ekki í samræmi við lög og frágangurinn hafi leitt til mengunar og skerðingar loftgæða fyrir íbúa hússins. Höfnuðu kröfunum Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála tók kæruna fyrir en hafnaði kröfum íbúanna um að ógilda ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um að gefa út starfsleyfi til tólf ára til reksturs kaffihúss að Barónsstíg 6. Í niðurstöðum úrskurðarins segir að byggingarfulltrúi hafi fyrst veitt neikvæða umsögn um að nýta sameignarlóðina fyrir sorpaðstöðu, en síðan skipt um skoðun í júlímánuði. Þótt breytingin hafi ekki verið rökstudd kemur fram að í samningi Hygge og seljanda fasteigna í fjölbýlishúsinu frá 2021 kveður skýrt á um aðgengi leigutaka atvinnurýmis á jarðhæð að sorpaðstöðunni. Þegar litið var til kvartana um að útblásturinn væri mengandi fyrir íbúa segir að fyrirkomulag loftræstingarinnar sé óheppilegt. Þó sé ákvæði um að útsog úr eldhúsum skuli almennt ná upp fyrir efstu klæðningu þaks en embættið taldi staðsetningu útsogsins ekki vera í ósamræmi við greint ákvæði byggingarreglugerðarinnar. „Fyrir liggur að útsog frá hinni umdeildu starfsemi er við enda rúmgóðra svala íbúðar 501 í húsinu að Hverfisgötu 96 og nær ekki upp fyrir efstu klæðningu þaks hússins. Verður að telja fyrirkomulag loftræsingarinnar óheppilegt með tilliti til grenndaráhrifa gagnvart íbúum þeirrar íbúðar,“ segir í niðurstöðunum. „Aftur á móti er ljóst af orðalagi ákvæðisins að ekki er um ófrávíkjanlegt skilyrði að ræða. Þrátt fyrir að útsogið nái ekki upp fyrir efstu klæðningu þaks hússins verður ekki talið að ósamræmið fari gegn tilvitnuðum ákvæðum byggingarreglugerðar þannig að raskað geti gildi hins kærða starfsleyfis.“ Reykjavík Bakarí Veitingastaðir Rekstur hins opinbera Heilbrigðiseftirlit Stjórnsýsla Sorphirða Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag Sjá meira
Íbúar við Hverfisgötu 94 til 96 og Barónsstíg 6 lögðu fram stjórnvaldskæru um miðjan nóvember þar sem þau kröfðust þess að starfsleyfi Hygge yrði afturkallað. Staðurinn var opnaður í júlí eftir 245 daga bið eftir rekstrarleyfinu. Meðal þess sem tafði leyfisveitinguna voru sorphirðumálin. „Þannig að í stuttu máli þá var þannig að þeir vildu ekki að upprunalega sorpið sem var þarna frá fyrrum veitingastað væri þarna sem það átti að vera. Þannig við þurftum að finna aðra lausn og við þurftum að koma því fyrir og þeir að koma og gefa grænt ljós. Þá mátti það allt í einu ekki vera þar og þeir hættu við. Þá þurftum við aftur að fara grafa eitthvað og þá allt í einu mátti upprunalega sorpið vera til staðar,“ sagði Axel Þorsteinsson, einn eigenda, á Bylgjunni í sumar. Í kærunni er reifuð forsagan þar sem kemur fram að ítrekað hafi verið kvartað yfir slæmri umgengni í ruslagerðinu, sem bæði íbúar húsanna og veitingastaðurinn Grazie Trattoria notuðu. Í umsögn heilbrigðiseftirlitsins kom fram að ruslagerðið væri ekki nægilega stórt fyrir bæði Grazie og Hygge og segja íbúar að það hefði átt að leiða til þess að umsókn Hygge hefði aldrei verið samþykkt. Þá er einnig sett út á að veruleg lyktarmengun berist í sameign húsanna og frá útblæstri á svölum íbúðar 501. Rörin séu ekki í samræmi við lög og frágangurinn hafi leitt til mengunar og skerðingar loftgæða fyrir íbúa hússins. Höfnuðu kröfunum Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála tók kæruna fyrir en hafnaði kröfum íbúanna um að ógilda ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um að gefa út starfsleyfi til tólf ára til reksturs kaffihúss að Barónsstíg 6. Í niðurstöðum úrskurðarins segir að byggingarfulltrúi hafi fyrst veitt neikvæða umsögn um að nýta sameignarlóðina fyrir sorpaðstöðu, en síðan skipt um skoðun í júlímánuði. Þótt breytingin hafi ekki verið rökstudd kemur fram að í samningi Hygge og seljanda fasteigna í fjölbýlishúsinu frá 2021 kveður skýrt á um aðgengi leigutaka atvinnurýmis á jarðhæð að sorpaðstöðunni. Þegar litið var til kvartana um að útblásturinn væri mengandi fyrir íbúa segir að fyrirkomulag loftræstingarinnar sé óheppilegt. Þó sé ákvæði um að útsog úr eldhúsum skuli almennt ná upp fyrir efstu klæðningu þaks en embættið taldi staðsetningu útsogsins ekki vera í ósamræmi við greint ákvæði byggingarreglugerðarinnar. „Fyrir liggur að útsog frá hinni umdeildu starfsemi er við enda rúmgóðra svala íbúðar 501 í húsinu að Hverfisgötu 96 og nær ekki upp fyrir efstu klæðningu þaks hússins. Verður að telja fyrirkomulag loftræsingarinnar óheppilegt með tilliti til grenndaráhrifa gagnvart íbúum þeirrar íbúðar,“ segir í niðurstöðunum. „Aftur á móti er ljóst af orðalagi ákvæðisins að ekki er um ófrávíkjanlegt skilyrði að ræða. Þrátt fyrir að útsogið nái ekki upp fyrir efstu klæðningu þaks hússins verður ekki talið að ósamræmið fari gegn tilvitnuðum ákvæðum byggingarreglugerðar þannig að raskað geti gildi hins kærða starfsleyfis.“
Reykjavík Bakarí Veitingastaðir Rekstur hins opinbera Heilbrigðiseftirlit Stjórnsýsla Sorphirða Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag Sjá meira