Enski hefst á morgun - Upphitun fyrir leiki helgarinnar 15. ágúst 2008 14:10 Tæplega 100 daga bið aðdáenda enska boltans lýkur klukkan 11:30 í fyrramálið þegar Arsenal og WBA spila opnunarleikinn í ensku úrvalsdeildinni þetta árið. Ensku úrvalsdeildinni verða sem fyrr gerð góð skil á sportrásum Stöðvar 2 og verða allir leikirnir í fyrstu umferðinni sýndir í beinni útsendingu. Arsenal - WBA 11:30 Sport 2 Nýliðar WBA voru kallaðir Arsenal Championship-deildarinnar á síðustu leiktíð vegna skemmtilegs leikstíls liðsins, en þeir fá nú að reyna sig gegn Arsene Wenger og félögum á Emirates. Hull - Fulham 14:00 Sport 6 Nýliðar Hull City fá sömuleiðis eldskírn sína í efstu deild á morgun þegar þeir mæta Fulham á KC vellinum. Þetta verður fyrsti leikur Hull í efstu deild í sögu félagsins. Bolton - Stoke 14:00 Sport 3 Þriðju nýliðarnir í deildinni, gamla Íslendingafélagið Stoke City, mætir Bolton á Reebok leikvanginum. Þar eru á ferðinni tvö lið sem margir spá því að muni eiga erfitt uppdráttar í deildinni í vetur, en Stoke er nú að spila í efstu deild í fyrsta skipti síðan árið 1985. Everton - Blackburn 14:00 Sport 4 Leikur Everton og Blackburn verður leikur tveggja liða sem hafa ekki gert sérstaka hluti á leikmannamarkaðnum í sumar, en staða Blackburn þar hefur ekki batnað mikið eftir að félagið missti enska landsliðsmanninn David Bentley til Tottenham. Þetta verður fyrsti leikur Blackburn í deildinni undir stjórn Paul Ince sem tók við af Mark Hughes. Middlesbrough - Tottenham 14:00 Sport 5 Bylting Juande Ramos hjá Tottenham heldur áfram og þó lið hans verði án varafyrirliðans Robbie Keane þegar það sækir Middlesbrough heim á morgun, er mikil bjartsýni í herbúðum Lundúnaliðsins. Jafn margir bíða væntanlega eftir því hvort Luka Modric slær í gegn í sínum fyrsta leik fyrir félagið og hinir sem bíða milli vonar og ótta eftir að vita hvort búið verður að selja Dimitar Berbatov til Manchester United. West Ham - Wigan 14:00 Sport 2 Íslendingalið West Ham ætlar sér eflaust stóra hluti í opnunarleik sínum gegn Steve Bruce og félögum í Wigan, en Hamrarnir enduðu í 10. sæti á síðustu leiktíð. Bruce náði hinsvegar að gera ágæta hluti með Wigan og segist fullviss um að geta bætt þann árangur á komandi leiktíð. Sunderland - Liverpool 16:15 Sport 2 Lokaleikurinn á laugardaginn er svo viðureign Sunderland og Liverpool á Stadium of Light þar sem lærisveinar Rafa Benitez munu leitast við að byrja jafn vel og þeir gerðu á síðustu leiktíð. Það hefur þó sýnt sig að fá lið sækja gull í greipar norðanmanna á góðum degi og Sunderland hefur bætt við sig nokkrum sterkum leikmönnum í sumar. SunnudagurRonaldo og félagar eiga tvo titla að verjaAFPÁ sunnudag verða líka hörkuleikir þar sem liðin tvö sem flestir spá því að berjist um meistaratitilinn verða í sviðsljósinu.Chelsea - Portsmouth 12:10 Sport 2Luiz Felipe Scolari mun til að mynda stýra Chelsea í fyrsta sinn þegar lið hans tekur á móti Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Portsmouth. Sjálfstraustið í Chelsea-mönnum er í botni með nýja stjórann og Frank Lampard með nýjan samning í vasanum.Manchester City - Aston Villa 17:15 Sport 3 Mark Hughes byrjaði leiktíðina ekki glæsilega sem stjóri Manchester City þegar lið hans tapaði fyrir danska liðinu Midtjylland í Evrópukeppninni í gær. Hann mun reyna sig gegn FH-bönunum í Aston Villa á sunnudag þar sem Gareth Barry verður væntanlega á sínum stað í liði Villa - stuðningsmönnum félagsins til mikillar ánægju.Manchester United - Newcastle 14:40 Sport 2 Rúsínan í pylsuendanum á sunnudaginn er svo leikur Newcastle og Manchester United þar sem meistararnir hefja titilvörnina á erfiðum leik gegn Kevin Keegan og félögum fyrir norðan. Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira
Tæplega 100 daga bið aðdáenda enska boltans lýkur klukkan 11:30 í fyrramálið þegar Arsenal og WBA spila opnunarleikinn í ensku úrvalsdeildinni þetta árið. Ensku úrvalsdeildinni verða sem fyrr gerð góð skil á sportrásum Stöðvar 2 og verða allir leikirnir í fyrstu umferðinni sýndir í beinni útsendingu. Arsenal - WBA 11:30 Sport 2 Nýliðar WBA voru kallaðir Arsenal Championship-deildarinnar á síðustu leiktíð vegna skemmtilegs leikstíls liðsins, en þeir fá nú að reyna sig gegn Arsene Wenger og félögum á Emirates. Hull - Fulham 14:00 Sport 6 Nýliðar Hull City fá sömuleiðis eldskírn sína í efstu deild á morgun þegar þeir mæta Fulham á KC vellinum. Þetta verður fyrsti leikur Hull í efstu deild í sögu félagsins. Bolton - Stoke 14:00 Sport 3 Þriðju nýliðarnir í deildinni, gamla Íslendingafélagið Stoke City, mætir Bolton á Reebok leikvanginum. Þar eru á ferðinni tvö lið sem margir spá því að muni eiga erfitt uppdráttar í deildinni í vetur, en Stoke er nú að spila í efstu deild í fyrsta skipti síðan árið 1985. Everton - Blackburn 14:00 Sport 4 Leikur Everton og Blackburn verður leikur tveggja liða sem hafa ekki gert sérstaka hluti á leikmannamarkaðnum í sumar, en staða Blackburn þar hefur ekki batnað mikið eftir að félagið missti enska landsliðsmanninn David Bentley til Tottenham. Þetta verður fyrsti leikur Blackburn í deildinni undir stjórn Paul Ince sem tók við af Mark Hughes. Middlesbrough - Tottenham 14:00 Sport 5 Bylting Juande Ramos hjá Tottenham heldur áfram og þó lið hans verði án varafyrirliðans Robbie Keane þegar það sækir Middlesbrough heim á morgun, er mikil bjartsýni í herbúðum Lundúnaliðsins. Jafn margir bíða væntanlega eftir því hvort Luka Modric slær í gegn í sínum fyrsta leik fyrir félagið og hinir sem bíða milli vonar og ótta eftir að vita hvort búið verður að selja Dimitar Berbatov til Manchester United. West Ham - Wigan 14:00 Sport 2 Íslendingalið West Ham ætlar sér eflaust stóra hluti í opnunarleik sínum gegn Steve Bruce og félögum í Wigan, en Hamrarnir enduðu í 10. sæti á síðustu leiktíð. Bruce náði hinsvegar að gera ágæta hluti með Wigan og segist fullviss um að geta bætt þann árangur á komandi leiktíð. Sunderland - Liverpool 16:15 Sport 2 Lokaleikurinn á laugardaginn er svo viðureign Sunderland og Liverpool á Stadium of Light þar sem lærisveinar Rafa Benitez munu leitast við að byrja jafn vel og þeir gerðu á síðustu leiktíð. Það hefur þó sýnt sig að fá lið sækja gull í greipar norðanmanna á góðum degi og Sunderland hefur bætt við sig nokkrum sterkum leikmönnum í sumar. SunnudagurRonaldo og félagar eiga tvo titla að verjaAFPÁ sunnudag verða líka hörkuleikir þar sem liðin tvö sem flestir spá því að berjist um meistaratitilinn verða í sviðsljósinu.Chelsea - Portsmouth 12:10 Sport 2Luiz Felipe Scolari mun til að mynda stýra Chelsea í fyrsta sinn þegar lið hans tekur á móti Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Portsmouth. Sjálfstraustið í Chelsea-mönnum er í botni með nýja stjórann og Frank Lampard með nýjan samning í vasanum.Manchester City - Aston Villa 17:15 Sport 3 Mark Hughes byrjaði leiktíðina ekki glæsilega sem stjóri Manchester City þegar lið hans tapaði fyrir danska liðinu Midtjylland í Evrópukeppninni í gær. Hann mun reyna sig gegn FH-bönunum í Aston Villa á sunnudag þar sem Gareth Barry verður væntanlega á sínum stað í liði Villa - stuðningsmönnum félagsins til mikillar ánægju.Manchester United - Newcastle 14:40 Sport 2 Rúsínan í pylsuendanum á sunnudaginn er svo leikur Newcastle og Manchester United þar sem meistararnir hefja titilvörnina á erfiðum leik gegn Kevin Keegan og félögum fyrir norðan.
Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira