Enski hefst á morgun - Upphitun fyrir leiki helgarinnar 15. ágúst 2008 14:10 Tæplega 100 daga bið aðdáenda enska boltans lýkur klukkan 11:30 í fyrramálið þegar Arsenal og WBA spila opnunarleikinn í ensku úrvalsdeildinni þetta árið. Ensku úrvalsdeildinni verða sem fyrr gerð góð skil á sportrásum Stöðvar 2 og verða allir leikirnir í fyrstu umferðinni sýndir í beinni útsendingu. Arsenal - WBA 11:30 Sport 2 Nýliðar WBA voru kallaðir Arsenal Championship-deildarinnar á síðustu leiktíð vegna skemmtilegs leikstíls liðsins, en þeir fá nú að reyna sig gegn Arsene Wenger og félögum á Emirates. Hull - Fulham 14:00 Sport 6 Nýliðar Hull City fá sömuleiðis eldskírn sína í efstu deild á morgun þegar þeir mæta Fulham á KC vellinum. Þetta verður fyrsti leikur Hull í efstu deild í sögu félagsins. Bolton - Stoke 14:00 Sport 3 Þriðju nýliðarnir í deildinni, gamla Íslendingafélagið Stoke City, mætir Bolton á Reebok leikvanginum. Þar eru á ferðinni tvö lið sem margir spá því að muni eiga erfitt uppdráttar í deildinni í vetur, en Stoke er nú að spila í efstu deild í fyrsta skipti síðan árið 1985. Everton - Blackburn 14:00 Sport 4 Leikur Everton og Blackburn verður leikur tveggja liða sem hafa ekki gert sérstaka hluti á leikmannamarkaðnum í sumar, en staða Blackburn þar hefur ekki batnað mikið eftir að félagið missti enska landsliðsmanninn David Bentley til Tottenham. Þetta verður fyrsti leikur Blackburn í deildinni undir stjórn Paul Ince sem tók við af Mark Hughes. Middlesbrough - Tottenham 14:00 Sport 5 Bylting Juande Ramos hjá Tottenham heldur áfram og þó lið hans verði án varafyrirliðans Robbie Keane þegar það sækir Middlesbrough heim á morgun, er mikil bjartsýni í herbúðum Lundúnaliðsins. Jafn margir bíða væntanlega eftir því hvort Luka Modric slær í gegn í sínum fyrsta leik fyrir félagið og hinir sem bíða milli vonar og ótta eftir að vita hvort búið verður að selja Dimitar Berbatov til Manchester United. West Ham - Wigan 14:00 Sport 2 Íslendingalið West Ham ætlar sér eflaust stóra hluti í opnunarleik sínum gegn Steve Bruce og félögum í Wigan, en Hamrarnir enduðu í 10. sæti á síðustu leiktíð. Bruce náði hinsvegar að gera ágæta hluti með Wigan og segist fullviss um að geta bætt þann árangur á komandi leiktíð. Sunderland - Liverpool 16:15 Sport 2 Lokaleikurinn á laugardaginn er svo viðureign Sunderland og Liverpool á Stadium of Light þar sem lærisveinar Rafa Benitez munu leitast við að byrja jafn vel og þeir gerðu á síðustu leiktíð. Það hefur þó sýnt sig að fá lið sækja gull í greipar norðanmanna á góðum degi og Sunderland hefur bætt við sig nokkrum sterkum leikmönnum í sumar. SunnudagurRonaldo og félagar eiga tvo titla að verjaAFPÁ sunnudag verða líka hörkuleikir þar sem liðin tvö sem flestir spá því að berjist um meistaratitilinn verða í sviðsljósinu.Chelsea - Portsmouth 12:10 Sport 2Luiz Felipe Scolari mun til að mynda stýra Chelsea í fyrsta sinn þegar lið hans tekur á móti Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Portsmouth. Sjálfstraustið í Chelsea-mönnum er í botni með nýja stjórann og Frank Lampard með nýjan samning í vasanum.Manchester City - Aston Villa 17:15 Sport 3 Mark Hughes byrjaði leiktíðina ekki glæsilega sem stjóri Manchester City þegar lið hans tapaði fyrir danska liðinu Midtjylland í Evrópukeppninni í gær. Hann mun reyna sig gegn FH-bönunum í Aston Villa á sunnudag þar sem Gareth Barry verður væntanlega á sínum stað í liði Villa - stuðningsmönnum félagsins til mikillar ánægju.Manchester United - Newcastle 14:40 Sport 2 Rúsínan í pylsuendanum á sunnudaginn er svo leikur Newcastle og Manchester United þar sem meistararnir hefja titilvörnina á erfiðum leik gegn Kevin Keegan og félögum fyrir norðan. Enski boltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sjá meira
Tæplega 100 daga bið aðdáenda enska boltans lýkur klukkan 11:30 í fyrramálið þegar Arsenal og WBA spila opnunarleikinn í ensku úrvalsdeildinni þetta árið. Ensku úrvalsdeildinni verða sem fyrr gerð góð skil á sportrásum Stöðvar 2 og verða allir leikirnir í fyrstu umferðinni sýndir í beinni útsendingu. Arsenal - WBA 11:30 Sport 2 Nýliðar WBA voru kallaðir Arsenal Championship-deildarinnar á síðustu leiktíð vegna skemmtilegs leikstíls liðsins, en þeir fá nú að reyna sig gegn Arsene Wenger og félögum á Emirates. Hull - Fulham 14:00 Sport 6 Nýliðar Hull City fá sömuleiðis eldskírn sína í efstu deild á morgun þegar þeir mæta Fulham á KC vellinum. Þetta verður fyrsti leikur Hull í efstu deild í sögu félagsins. Bolton - Stoke 14:00 Sport 3 Þriðju nýliðarnir í deildinni, gamla Íslendingafélagið Stoke City, mætir Bolton á Reebok leikvanginum. Þar eru á ferðinni tvö lið sem margir spá því að muni eiga erfitt uppdráttar í deildinni í vetur, en Stoke er nú að spila í efstu deild í fyrsta skipti síðan árið 1985. Everton - Blackburn 14:00 Sport 4 Leikur Everton og Blackburn verður leikur tveggja liða sem hafa ekki gert sérstaka hluti á leikmannamarkaðnum í sumar, en staða Blackburn þar hefur ekki batnað mikið eftir að félagið missti enska landsliðsmanninn David Bentley til Tottenham. Þetta verður fyrsti leikur Blackburn í deildinni undir stjórn Paul Ince sem tók við af Mark Hughes. Middlesbrough - Tottenham 14:00 Sport 5 Bylting Juande Ramos hjá Tottenham heldur áfram og þó lið hans verði án varafyrirliðans Robbie Keane þegar það sækir Middlesbrough heim á morgun, er mikil bjartsýni í herbúðum Lundúnaliðsins. Jafn margir bíða væntanlega eftir því hvort Luka Modric slær í gegn í sínum fyrsta leik fyrir félagið og hinir sem bíða milli vonar og ótta eftir að vita hvort búið verður að selja Dimitar Berbatov til Manchester United. West Ham - Wigan 14:00 Sport 2 Íslendingalið West Ham ætlar sér eflaust stóra hluti í opnunarleik sínum gegn Steve Bruce og félögum í Wigan, en Hamrarnir enduðu í 10. sæti á síðustu leiktíð. Bruce náði hinsvegar að gera ágæta hluti með Wigan og segist fullviss um að geta bætt þann árangur á komandi leiktíð. Sunderland - Liverpool 16:15 Sport 2 Lokaleikurinn á laugardaginn er svo viðureign Sunderland og Liverpool á Stadium of Light þar sem lærisveinar Rafa Benitez munu leitast við að byrja jafn vel og þeir gerðu á síðustu leiktíð. Það hefur þó sýnt sig að fá lið sækja gull í greipar norðanmanna á góðum degi og Sunderland hefur bætt við sig nokkrum sterkum leikmönnum í sumar. SunnudagurRonaldo og félagar eiga tvo titla að verjaAFPÁ sunnudag verða líka hörkuleikir þar sem liðin tvö sem flestir spá því að berjist um meistaratitilinn verða í sviðsljósinu.Chelsea - Portsmouth 12:10 Sport 2Luiz Felipe Scolari mun til að mynda stýra Chelsea í fyrsta sinn þegar lið hans tekur á móti Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Portsmouth. Sjálfstraustið í Chelsea-mönnum er í botni með nýja stjórann og Frank Lampard með nýjan samning í vasanum.Manchester City - Aston Villa 17:15 Sport 3 Mark Hughes byrjaði leiktíðina ekki glæsilega sem stjóri Manchester City þegar lið hans tapaði fyrir danska liðinu Midtjylland í Evrópukeppninni í gær. Hann mun reyna sig gegn FH-bönunum í Aston Villa á sunnudag þar sem Gareth Barry verður væntanlega á sínum stað í liði Villa - stuðningsmönnum félagsins til mikillar ánægju.Manchester United - Newcastle 14:40 Sport 2 Rúsínan í pylsuendanum á sunnudaginn er svo leikur Newcastle og Manchester United þar sem meistararnir hefja titilvörnina á erfiðum leik gegn Kevin Keegan og félögum fyrir norðan.
Enski boltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sjá meira