Enski boltinn

Grant ekki með UEFA pro þjálfararéttindi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Avram Grant er nýr stjóri Chelsea.
Avram Grant er nýr stjóri Chelsea. Nordic Photos / Getty Images

Avram Grant, nýskipaður knattspyrnustjóri Chelsea, má ekki starfa lengur en í tólf vikur samkvæmt reglum.

Grant er ekki með UEFA pro þjálfararéttindi en það hefur fengist staðfest hjá Chelsea. Samkvæmt reglum ensku úrvalsdeildarinnar og Knattspyrnusambands Evrópu má hann ekki starfa sem knattspyrnustjóri í efstu deild þar lengur en í tólf vikur.

Það tekur öllu jafna 240 námsstundir að ná réttindunum og algengast er að þjálfarar taka sér um ár til þess.

Enska úrvalsdeildin hefur áður veitt undanþágur á þessum reglum. Glenn Roeder fékk að starfa hjá West Ham af heilsufarsástæðum og Gareth Southgate, stjóri Middlesbrough, fékk að starfa áfram. Hann þótti ekki hafa fengið næg tækifæri til að mennta sig í þjálfarafræðum þar sem hann spilaði mikið með enska landsliðinu á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×