Bjarni biðst afsökunar á markinu 5. júlí 2007 10:57 Síðara mark Bjarna Guðjónssonar, sem tryggði ÍA 2-1 sigur á Keflavík í gær, á eftir að vera mikið rætt næstu daga. Þá héldu Keflvíkingar að Bjarni myndi afhenda þeim boltann þar sem leikur hafði stöðvast en Bjarni skaut frá miðju og skoraði glæsilegt mark. Það mark skildi liðin að þegar upp var staðið. Bjarni sagði í samtali við Arnar Björnsson á Stöð 2 í hádeginu, að honum þyki þetta leiðinlegt. Hann segist aldrei hafa ætlað að skora heldur senda boltan aftur fyrir endamörk. "Ég biðst afsökunar á því að hafa skorað, því það ætlaði ég aldrei að gera," sagði Bjarni. Hann segir að harkaleg viðbrögð Keflvíkinga valdi því að markið verður látið standa. Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, var ómyrkur í máli gagnvart Bjarna Guðjónssyni í viðtali við Þorstein Gunnarsson á Sýn eftir leikinn. „Bjarni kallaði á boltann í stað þess að boltanum væri kastað beint á okkar menn. Hann lítur upp, sér hvar Ómar stendur og tekur skot á markið. Þetta er Bjarna Guðjónssyni til skammar, enn eina ferðina, og Skaganum til háborinnar skammar." Kristján var einnig óánægður með vítadóminn sem færði Skagamönnum fyrra mark sitt. „Það eru lög og reglur settar um knattspyrnuleiki. Þau gilda um alla þá sem eru í kringum leikinn. Síðan eru það dómararnir sem eiga að sjá til þess að reglunum sé fylgt. Það gerðist ekki hér í kvöld." Strax og leiknum lauk hljóp Bjarni ákveðnum skrefum í átt að búningsherbergjum. Guðmundur Steinarsson hljóp í humátt á eftir honum og á eftir fylgdu nokkrir liðsfélagar hans og þeir vildu allir fá að ræða málin ítarlega við Bjarna. „Bjarni skammaðist sín svo mikið að hann ákveður að hlaupa þarna inn. Þvílík er skömm hans. Hvað gerðist svo veit ég ekki." Helgi Pétur Magnússon varði Bjarna eftir leikinn. „Þetta hlýtur að vera óviljaverk. Getur þetta ekki skrifast sem mistök á markmanninn? Það eiga sér stað mistök í fótbolta og þetta voru ein af þeim." Hann var svo spurður hvort ekki hafi komið til greina að gefa Keflvíkingum mark. „Þetta eru mistök og getum við ekki lagfært þau í leiknum. Slíkt gengur aldrei." Eftir því sem sjá mátti úr blaðamannastúkunni voru hendur látnar skipta við innganginn í búningsklefana og Guð má vita hvað gekk á þar fyrir innan. Þar var allt í hers höndum og í raun stríðsástand á Akranesi.- hbg / - esá Sjá ítarlegri frétt um leikinn á íþróttasíðu Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Sjá meira
Síðara mark Bjarna Guðjónssonar, sem tryggði ÍA 2-1 sigur á Keflavík í gær, á eftir að vera mikið rætt næstu daga. Þá héldu Keflvíkingar að Bjarni myndi afhenda þeim boltann þar sem leikur hafði stöðvast en Bjarni skaut frá miðju og skoraði glæsilegt mark. Það mark skildi liðin að þegar upp var staðið. Bjarni sagði í samtali við Arnar Björnsson á Stöð 2 í hádeginu, að honum þyki þetta leiðinlegt. Hann segist aldrei hafa ætlað að skora heldur senda boltan aftur fyrir endamörk. "Ég biðst afsökunar á því að hafa skorað, því það ætlaði ég aldrei að gera," sagði Bjarni. Hann segir að harkaleg viðbrögð Keflvíkinga valdi því að markið verður látið standa. Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, var ómyrkur í máli gagnvart Bjarna Guðjónssyni í viðtali við Þorstein Gunnarsson á Sýn eftir leikinn. „Bjarni kallaði á boltann í stað þess að boltanum væri kastað beint á okkar menn. Hann lítur upp, sér hvar Ómar stendur og tekur skot á markið. Þetta er Bjarna Guðjónssyni til skammar, enn eina ferðina, og Skaganum til háborinnar skammar." Kristján var einnig óánægður með vítadóminn sem færði Skagamönnum fyrra mark sitt. „Það eru lög og reglur settar um knattspyrnuleiki. Þau gilda um alla þá sem eru í kringum leikinn. Síðan eru það dómararnir sem eiga að sjá til þess að reglunum sé fylgt. Það gerðist ekki hér í kvöld." Strax og leiknum lauk hljóp Bjarni ákveðnum skrefum í átt að búningsherbergjum. Guðmundur Steinarsson hljóp í humátt á eftir honum og á eftir fylgdu nokkrir liðsfélagar hans og þeir vildu allir fá að ræða málin ítarlega við Bjarna. „Bjarni skammaðist sín svo mikið að hann ákveður að hlaupa þarna inn. Þvílík er skömm hans. Hvað gerðist svo veit ég ekki." Helgi Pétur Magnússon varði Bjarna eftir leikinn. „Þetta hlýtur að vera óviljaverk. Getur þetta ekki skrifast sem mistök á markmanninn? Það eiga sér stað mistök í fótbolta og þetta voru ein af þeim." Hann var svo spurður hvort ekki hafi komið til greina að gefa Keflvíkingum mark. „Þetta eru mistök og getum við ekki lagfært þau í leiknum. Slíkt gengur aldrei." Eftir því sem sjá mátti úr blaðamannastúkunni voru hendur látnar skipta við innganginn í búningsklefana og Guð má vita hvað gekk á þar fyrir innan. Þar var allt í hers höndum og í raun stríðsástand á Akranesi.- hbg / - esá Sjá ítarlegri frétt um leikinn á íþróttasíðu
Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Sjá meira