Lífið

Fimmtán skólar fyrir einn kjól

Audrey Hepburn í morgunmat.
Audrey Hepburn í morgunmat.

Það er misskipt heimsins gæðum. Svarti silkikjóllinn sem Audrey Hepburn íklæddist í kvikmyndinni Breakfast at Tiffanys, fyrir margt löngu, var seldur á uppboði um daginn. Kjóllinn seldist á sem svarar 53 milljónum íslenskra króna. Peningarnir voru gefnir til hjálparsamtaka og þeir duga til þess að byggja fimmtán skóla fyrir fátæk börn í Bengal héraði í Indlandi.

Audrey Hepburn eyddi síðustu árum ævi sinnar sem sendiherra barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna og því þótti við hæfi að gefa söluandvirði kjólsins í hjálparstarf. Frægir leikarar taka gjarnan að sér verkefni fyrir Sameinuðu þjóðirnar, en Audrey Hepburn þótti sérlega góð í því hlutverki.

Þegar hún lést sagði Elísabet Taylor um hana; "Guð hefur eignast gullfallegan nýjan engil."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.