Enski boltinn

Queiroz: Ég er ekki að fara frá United

NordicPhotos/GettyImages

Carlos Queiroz, aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson hjá Manchester United, segir ekker til í fréttaflutningi bresku blaðanna í dag þar sem því var haldið fram að hann væri á förum frá félaginu.

"Ég var hissa þegar vinur minn spurði mig út í þessar fréttir. Þetta er bara einhver misskillningur. Ég er ekki að fara neitt. Það sem skiptir mestu máli er að ég er mjög ánægður með starf mitt hjá United og klúbburinn er ánægður með mig - svo það tekur því ekki að vera að velta sér upp úr svona sögusögnum," sagði Queiroz í samtali við Sky í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×