Enski boltinn

Giles Barnes á leið til West Ham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Giles Barnes þykir afar efnilegur leikmaður.
Giles Barnes þykir afar efnilegur leikmaður. Nordic Photos / Getty Images

Enskir fjölmiðlar greina frá því í morgun að enski miðvallarleikmaðurinn Giles Barnes semji við West Ham í janúar.

West Ham hefur lengi verið á eftir hinum unga Barnes sem þykir afar efnilegur. Hann leikur með Derby í ensku úrvalsdeildinni.

Félagið mun vera tilbúið að greiða Derby fimm milljónir punda fyrir Barnes auk þess sem hann yrði í láni hjá Derby út tímabilið eftir að gengi yrði frá samningum þegar félagaskiptaglugginn opnar á ný um áramótin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×