Innlent

Hæstaréttardómari biður um lausn frá embætti

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. MYND/GVA

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, lagði á ríkisstjórnarfundi í morgun fram beiðni Hrafns Bragasonar, hæstaréttardómara, um lausn frá embætti sökum aldurs. Það verður síðan forseti Íslands sem samþykkir beiðnina og í kjölfarið verður embættið auglýst laust til umsóknar.

Hrafn Bragason er 69 ára gamall. Hann var skipaður hæstaréttardómari árið 1987 og á árunum 1994 til 1995 var hann forseti Hæstaréttar Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×