Íslenski boltinn

HK lagði ÍA í Kópavoginum

Nýliðar HK unnu góðan sigur á ÍA í Landsbankadeild karla í kvöld. Leikurinn, sem fram fór á heimavelli HK í Kópavoginum, endaði 1-0 en það var Jón Þorgrímur Stefánsson sem skoraði eina mark leiksins á 39. mínútu. HK er með 4 stig eftir fyrstu tvær umferðirnar en Skagamenn eru enn stigalausir.

Skagamenn voru ívið sterkari í leiknum í kvöld og sköpuðu sér hættulegri færi. Leikmenn HK voru hins vegar vel skipulagðir í vörninni og beittu hættulegum skyndisóknum.

Skagamenn urðu fyrir áfalli á 69. mínútu þegar fyrirliðinn Bjarni Guðjónsson var rekinn af leikvelli eftir að hafa fengið að líta sitt annað gula spjald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×