Barnabætur hækka um fjórðung 21. mars 2007 18:52 Barnabætur greiðast nú í fyrsta sinn með 16 og 17 ára gömlum börnum. Áður féllu bæturnar niður þegar barnið náði 16 ára aldri. Á þessu ári verður einnig dregið úr tekjuskerðingu barnabóta og er áætlað að útgjöld ríkissjóðs til barnafólks hækki af þessum sökum um 1,7 milljarða króna.Áætlað er að framlög ríkisins til barnabóta fari úr 6,8 milljörðum króna á síðasta ári og upp í 8,5 milljarða króna á þessu en þetta er fjórðungs hækkun. Tvennt kemur þar til. Lögum hefur verið breytt þannig að greiðslur barnabóta ná nú til 18 ára aldurs í stað 16 ára aldurs. Ennfremur hefur verið dregið úr tekjuskerðingu barnabóta. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra sagði í þingumræðu á lokadegi Alþingis að þessar breytingar þýddu að raungildi barnabóta yrði í ár það hæsta frá árinu 1991 og sem hlutfall af landsframleiðslu það hæsta í áratug.En skoðum dæmi um hvað fólk mun fá í barnabætur. Þær verða áfram óskertar fyrir börn yngri en 7 ára, eða kr. 14.024 krónur í hverjum ársfjórðungi en þetta eru fjórar greiðslur á ári. Fyrir börn yngri en 18 ára greiðast auk þess með tekjutengdar bætur, með fyrsta barni um 35 þúsund krónur, fjórum sinnum á ári, en með hverju barni umfram eitt um 41.500 krónur ársfjórðungslega. Bætur einstæðra foreldra eru 43-66% hærri. Fæstir foreldrar fá hins vegar þessar greiðslur óskertar. Þannig byrja bæturnar að skerðast hjá hjónum ef samanlagðar tekjur þeirra ná 186.000 krónum á mánuði. Hvort um sig má því hafa 93 þúsund króna mánaðartekjur til að fá óskertar barnabætur. Bæturnar skerðast því meira sem tekjurnar eru hærri og þær eru að fullu skertar, ef mánaðartekjur foreldrameð tvö börn ná samtals 612 þúsund krónum og eru þá allar tekjur taldar með, einnig fjármagnstekjur. Á síðasta var tekjuhámark þessara hjóna um 520 þúsund. Ef börnin eru þrjú hverfa bæturnar alveg við 677 þúsund króna mánaðartekjur samtals, samanborið við 590 þúsund króna tekjuhámark í fyrra.Samhliða því að barnabætur verða nú greiddar til 18 ára aldurs verður aldursmark, til að fá sérstaka ívilnun vegna menntunarkostnaðar barna, einnig breytt úr 16 árum í 18 ár. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira
Barnabætur greiðast nú í fyrsta sinn með 16 og 17 ára gömlum börnum. Áður féllu bæturnar niður þegar barnið náði 16 ára aldri. Á þessu ári verður einnig dregið úr tekjuskerðingu barnabóta og er áætlað að útgjöld ríkissjóðs til barnafólks hækki af þessum sökum um 1,7 milljarða króna.Áætlað er að framlög ríkisins til barnabóta fari úr 6,8 milljörðum króna á síðasta ári og upp í 8,5 milljarða króna á þessu en þetta er fjórðungs hækkun. Tvennt kemur þar til. Lögum hefur verið breytt þannig að greiðslur barnabóta ná nú til 18 ára aldurs í stað 16 ára aldurs. Ennfremur hefur verið dregið úr tekjuskerðingu barnabóta. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra sagði í þingumræðu á lokadegi Alþingis að þessar breytingar þýddu að raungildi barnabóta yrði í ár það hæsta frá árinu 1991 og sem hlutfall af landsframleiðslu það hæsta í áratug.En skoðum dæmi um hvað fólk mun fá í barnabætur. Þær verða áfram óskertar fyrir börn yngri en 7 ára, eða kr. 14.024 krónur í hverjum ársfjórðungi en þetta eru fjórar greiðslur á ári. Fyrir börn yngri en 18 ára greiðast auk þess með tekjutengdar bætur, með fyrsta barni um 35 þúsund krónur, fjórum sinnum á ári, en með hverju barni umfram eitt um 41.500 krónur ársfjórðungslega. Bætur einstæðra foreldra eru 43-66% hærri. Fæstir foreldrar fá hins vegar þessar greiðslur óskertar. Þannig byrja bæturnar að skerðast hjá hjónum ef samanlagðar tekjur þeirra ná 186.000 krónum á mánuði. Hvort um sig má því hafa 93 þúsund króna mánaðartekjur til að fá óskertar barnabætur. Bæturnar skerðast því meira sem tekjurnar eru hærri og þær eru að fullu skertar, ef mánaðartekjur foreldrameð tvö börn ná samtals 612 þúsund krónum og eru þá allar tekjur taldar með, einnig fjármagnstekjur. Á síðasta var tekjuhámark þessara hjóna um 520 þúsund. Ef börnin eru þrjú hverfa bæturnar alveg við 677 þúsund króna mánaðartekjur samtals, samanborið við 590 þúsund króna tekjuhámark í fyrra.Samhliða því að barnabætur verða nú greiddar til 18 ára aldurs verður aldursmark, til að fá sérstaka ívilnun vegna menntunarkostnaðar barna, einnig breytt úr 16 árum í 18 ár.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira