Enski boltinn

Chelsea áfrýjar spjaldi Mikel

NordicPhotos/GettyImages
Forráðamenn Chelsea hafa ákveðið að áfrýja rauða spjaldinu sem Jon Obi Mikel fékk að líta í leiknum við Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær. Mikel braut hressilega á Patrice Evra og var rekinn í bað eftir aðeins hálftíma leik. Það hafði eðlilega nokkur áhrif á framvindu leiksins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×