Enski boltinn

Lykilmenn Tottenham að ná heilsu

Aaron Lennon er óðum að ná bata
Aaron Lennon er óðum að ná bata NordicPhotos/GettyImages

Martin Jol, stjóri Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, getur bráðum farið að anda léttar því hann er óðum að endurheimta byrjunarliðsmenn sína úr meiðslum - einn af öðrum. Tottenham hefur byrjað mjög illa í deildinni í sumar og stóllinn farinn að hitna undir stjóranum.

Þeir Darren Bent, Anthony Gardner, Benoit Assou-Ekotto og Aaron Lennon eru nú allir farnir að æfa á ný, en þeir tveir síðastnefndu hafa ekki komið neitt við sögu hjá liðinu á leiktíðinni. Bent, Gardner og Ekotto eru allir klárir fyrir leikinn gegn Arsenal um næstu helgi, en Lennon vantar aðeins leikæfingu eftir langa fjarveru vegna hnémeiðsla.

"Þetta eru gríðarlega jákvæðar fréttir fyrir okkur," sagði Martin Jol á heimasíðu félagsins. "Bent er kominn aftur og lítur vel út. Hann æfði á fullu með okkur og kenndi sér ekki meins. Við erum líka búnir að fá Aaron Lennon til baka og það eru mjög góð tíðindi. Hann vantar bara leikæfingu, en hann hefur staðið sig vel á æfingum. Þá eru þeir Ekotto og Gardner komnir aftur til æfinga og það gefur okkur aðens fleiri valkosti með liðið. Þetta er spennandi tími fyrir okkur," sagði Jol.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×