Enski boltinn

Crouch var ekki lagður í einelti

NordicPhotos/GettyImages

Dómarar hafa ekki verið beðnir að taka framherjann Peter Crouch hjá enska landsliðinu sérstaklega fyrir eins og haft var eftir enska dómaranum Graham Poll í fjölmiðlum á dögunum. Þetta segir talsmaður Alþjóða Knattspyrnusambandsins.

Fyrrum HM-dómarinn Poll greindi frá því á dögunum að dómurum á HM í Þýskalandi hefði verið gert að fylgjast sérstaklega með Crouch í leikjum Englands þar sem hann var sagður nota bellibrögð til að ná sér í stöðu í teigum andstæðinganna. Þessu vísar heimildamaður breska blaðsins Daily Mail á bug og segir Crouch ekki hafa verið tekinn sérstaklega fyrir á HM.

"Crouch var alls ekki í sigtinu hjá okkur. Við höfum bara verið beðnir að fylgjast með einstaka atvikum í leikjum eins og peysutogi og olnbogaskotum - og þetta er okkur sýnt sérstaklega á myndbandsupptökum. Það vill nú þannig til að Crouch skoraði eitt umdeildasta markið á HM þegar sýnt þótti að hann hefði togað í hárið á einum af varnarmönnum Trinidad áður en hann skoraði - og hann komst upp með það," sagði talsmaður FIFA sem ekki vildi koma fram undir nafni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×