Enski boltinn

Gerrard: Þetta er besta landslið sem ég hef spilað með

Steven Gerrard segir að enska landsliðið sem hann spilar með í dag sé það besta sem hann hefur leikið með á ferlinum þegar kemur að hæfileikum einstaka leikmanna. Hann viðurkennir þó að það hafi lítið að segja nema liðið klári verkefni sitt í undankeppninni og tryggi sér sæti á EM á næsta ári.

"Ef þetta lið smellur saman er það betra en nokkurt annað landslið sem ég hef farið með á stórmót til þessa. Það eru einfaldlega meiri hæfileikar í þessu liði. Ég veit að það þýðir ekki neitt ef við förum ekki áfram á EM og við verðum að láta verkin tala á vellinum. Það er samt augljóst á æfingum og þegar ég horfi í kring um mig í búningsherberginu að við erum með einvalalið í dag og verðum að gera betur," sagði Gerrard í samtali við The Sun.

"Við höfum ekki verið nógu góðir undanfarið en við verðum að skila því sem til okkar er ætlast fyrir þjóð okkar. Við verðum að nýta þann mannskap sem við erum með - þar sem við erum með tvo og þrjá frábæra leikmenn í hverri stöðu. Þeir sem eru í byrjunarliðinu verða að skila sínu því annars er einhver mættur til að hirða af þeim stöðuna og það er jákvætt fyrir liðið því þá hækkar standardinn í liðinu," sagði fyrirliði Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×