Enski boltinn

Bati Wayne Rooney langt á undan áætlun

NordicPhotos/GettyImages

Svo gæti farið að framherjinn Wayne Rooney hjá Manchester United sneri mun fyrr en áætlað var til baka úr meiðslum sínum og til greina kemur að hann verði í hóp liðsins gegn fyrrum félögum sínum í Everton á sunnudaginn. Rooney var með brákað bein í fæti frá fyrsta leik tímabilsins gegn Reading.

Manchester United leikur svo við Sporting Lissabon í Meistaradeildinni á miðvikudaginn eftir viku og er það almennt álitinn líklegri frumraun fyrir kappann. Helgina þar á eftir mætir United svo Chelsea og talið er nokkuð öruggt að Rooney verði með í þeim leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×