Ólafur og Dorrit láta nágrannadeilu ekki stoppa sig 5. september 2007 14:00 Forsetahjónin hafa stutt vel við bakið á íslensku atvinnulífi í útrás undanfarin ár og láta ekki ómerkilegar nágrannadeilur stoppa sig í því. Ólafur Ragnar Grímsson forseti setur embættisskyldur sínar framar persónulegum hagsmunum. Þrátt fyrir að hann standi í hatrömmum nágrannadeilum við Þorstein Jónsson, stjórnarformann Glitnis, og reyndar fleiri út af fyrirhuguðum bílskúrs- og skjólveggjabyggingum við Laufásveg þá stoppaði það ekki hann og Dorrit Moussaieff í að vera heiðursgestir Glitnis í boði sem bankinn hélt í Rockefeller Center í New York í gærkvöld. Veislan var haldin í tilefni af því að Glitnir opnar seinna í dag útbú á Manhattan í New York. Ólafur Ragnar og Þorsteinn hafa undanfarin ár deilt um rétt þess síðarnefnda til að reisa bílskúr við hús sitt á Laufásvegi 73. Beint á móti Þorsteini er gestahús forsetaembættisins og hefur embættið, með Ólaf Ragnar í broddi fylkingar, komið í veg fyrir að Þorsteinn gæti reist svo mikið sem einn múrstein á lóð sinni. Skýring embættisins er sú að tignir gestir, sem þurfa mikla öryggisgæslu, dvelji í gestahúsinu og því megi ekkert gera sem getur torveldað lögreglunni að tryggja öryggi gestanna. Ríkislögreglustjóri hefur ritað greinargerð máli embættisins til stuðnings en lögmaður Þorsteins hefur á móti sakað Ríkislögreglustjóra um að falsa gögn fyrir forsetann. Lögmaðurinn heldur því fram að gestahúsið sé í slíku ástandi að enginn maður, sem er tiltölulega vandur af virðingu sinni, geti gist þar og því þurfi enga sérstaka öryggisgæslu. Þrátt fyrir að þessi stóru orð hafi verið látin falla í grannadeilunni fór víst mjög vel á með forsetanum og stjórnarformanninum í veislunni í gærkvöld. Krytur úr grámyglu íslensks veruleika fengu að víkja fyrir hinni íslensku útrásargleði. Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson forseti setur embættisskyldur sínar framar persónulegum hagsmunum. Þrátt fyrir að hann standi í hatrömmum nágrannadeilum við Þorstein Jónsson, stjórnarformann Glitnis, og reyndar fleiri út af fyrirhuguðum bílskúrs- og skjólveggjabyggingum við Laufásveg þá stoppaði það ekki hann og Dorrit Moussaieff í að vera heiðursgestir Glitnis í boði sem bankinn hélt í Rockefeller Center í New York í gærkvöld. Veislan var haldin í tilefni af því að Glitnir opnar seinna í dag útbú á Manhattan í New York. Ólafur Ragnar og Þorsteinn hafa undanfarin ár deilt um rétt þess síðarnefnda til að reisa bílskúr við hús sitt á Laufásvegi 73. Beint á móti Þorsteini er gestahús forsetaembættisins og hefur embættið, með Ólaf Ragnar í broddi fylkingar, komið í veg fyrir að Þorsteinn gæti reist svo mikið sem einn múrstein á lóð sinni. Skýring embættisins er sú að tignir gestir, sem þurfa mikla öryggisgæslu, dvelji í gestahúsinu og því megi ekkert gera sem getur torveldað lögreglunni að tryggja öryggi gestanna. Ríkislögreglustjóri hefur ritað greinargerð máli embættisins til stuðnings en lögmaður Þorsteins hefur á móti sakað Ríkislögreglustjóra um að falsa gögn fyrir forsetann. Lögmaðurinn heldur því fram að gestahúsið sé í slíku ástandi að enginn maður, sem er tiltölulega vandur af virðingu sinni, geti gist þar og því þurfi enga sérstaka öryggisgæslu. Þrátt fyrir að þessi stóru orð hafi verið látin falla í grannadeilunni fór víst mjög vel á með forsetanum og stjórnarformanninum í veislunni í gærkvöld. Krytur úr grámyglu íslensks veruleika fengu að víkja fyrir hinni íslensku útrásargleði.
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira