Enski boltinn

Ætla ekki að spreða í janúar

Darren Bent verður enn sem komið er að teljast lélegustu kaup síðari ára í ensku úrvalsdeildinni
Darren Bent verður enn sem komið er að teljast lélegustu kaup síðari ára í ensku úrvalsdeildinni NordicPhotos/GettyImages

Stjórnarformaður Tottenham segir engin áform uppi um stórverslun hjá félaginu í janúar þrátt fyrir orðróm þess efnis í bresku blöðunum undanfarið.

Vörn Tottenham hefur bæði hriplek og undirmönnuð á leiktíðinni og bresku blöðin eru á því að Juande Ramos vilji gjarnan fara að setja sitt mark á leikmannakaup félagsins.

Framherjar liðsins verið fastir liðir í slúðurdálkunum undanfarið þar sem Dimitar Berbatov er orðaður við stórliðin á Englandi og Jermain Defoe er sagður vilja fara frá félaginu til að fá að spila.

Þá eru ótalin lélegustu kaup síðari ára, framherjinn Darren Bent, sem hefur ekkert gert til að verðskulda að vera keyptur á yfir 17 milljónir punda í sumar og orðaður hefur verið við sölu í janúar.

Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, segir þessar fréttir uppspuna og segist ekki áforma stóra hluti í janúar - í það minnsta ekki útsölu.

"Við erum búnir að fara vandlega yfir stöðuna og okkur þykir ekki nauðsynlegt að fara út í stór kaup á þessum tímapunkti, enda er janúarglugginn ekki góður tími til að kaupa leikmenn. Við erum ekki félag sem stundar það að selja leikmenn heldur erum við að byggja til framtíðar. Við sjáum enga ástæðu til að hlusta á tilboð í leikmenn sem eru með langtímasamninga við félagið," sagði stjórnarformaðurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×