Enski boltinn

Áfrýjun Essien hafnað

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Michael Essien, leikmaður Chelsea.
Michael Essien, leikmaður Chelsea. Nordic Photos / Getty Images

Aganefnd enska knattspyrnusambandsins hefur hafnað áfrýjun Michael Essien vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í leik Chelsea og Derby um helgina.

Chelsea vann leikinn, 2-0, en Essien virtist slá til Kenny Miller, leikmann Derby. Dómnum var mikið mótmælt, bæði af John Terry fyrirliða á meðan leiknum stóð og Avram Grant knattspyrnustjóra í viðtölum eftir leik.

Essien þarf því að taka út þriggja leikja bann og missir hann því af leikjum Chelsea gegn West Ham, Sunderland og Arsenal á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×