Gáttaðir á skrifum Nettavisen 25. október 2007 16:00 Ólafur Örn Bjarnason NordicPhotos/GettyImages Ólafur Örn Bjarnason hjá Brann staðfestir í samtali við Vísi að ummælin sem höfð voru eftir honum í Nettavisen í gær varðandi íslenska landsliðið séu stórýkt og gróflega tekin úr samhengi. Norski miðillinn birti í gær grein þar sem m.a. var vitnað í Ólaf Örn og Indriða Sigurðsson - þar sem haft var eftir þeim að dagar Eyjólfs Sverrissonar landsliðsþjálfara væru taldir. Ólafur vísar þessu alfarið á bug. "Það var bara hringt í mig og ég var spurður út í eitthvað sem aðrir áttu að hafa sagt um landsliðið. Ég var spurður hvort það væri málið fyrir landsliðið að fá erlendan þjálfara og ég sagði eins og var að menn hjá KSÍ myndi væntanlega setjast niður og skoða þau mál þegar samningur Eyjólfs kláraðist." Indriði sagði nákvæmlega það sama "Ég svaraði því bara út í loftið að í framtíðinni yrði jafnvel alveg hægt að skoða það að ráða erlendan þjálfara. Þetta var samtal sem tók einhverja mínútu og ég var bara diplómatískur og rólegur yfir þessu öllu," sagði Ólafur Örn í samtali við Vísi í dag. Hann segist ekki hafa gert sér grein fyrir því að orð hans yrðu slitin svona úr samhengi. "Ég spáði ekkert í þessu fyrr en ég kom á æfingu og þá spurðu strákarnir mig hvort við hefðum verið að kasta einhverjum sprengjum og ætluðum að gera allt vitlaust hjá landsliðinu, en ég kom bara af fjöllum. Þessir menn á Nettavisen eru ekki áreiðanlegustu fréttamenn í heimi og skrifa dálítið í æsifréttastíl. Ég talaði líka við Indriða í gær og hann svaraði nákvæmlega eins og ég og við hlógum bara að þessu. Við sögðum ekki neitt af þessu." Enginn dans á rósum hjá landsliðinu En hver er þá raunveruleg skoðun Ólafs á Eyjólfi og störfum hans með landsliðinu? "Það er auðvitað erfitt að ræða það eftir tvo síðustu leiki, en í leikjunum tveimur þar á undan gekk þetta mjög vel. Þetta er auðvitað búið að vera mjög mikið upp og ofan hjá landsliðinu eins undanfarin tíu ár. KSÍ sest auðvitað bara niður með Eyjólfi eftir þessa keppni og fer yfir málin. Ég er búinn að vera inn og út úr landsliðinu undanfarið og get því voða lítið verið að tjá mig um það." "Ég hef spilað með landsliðinu undir öðrum þjálfurum og það hefur ekki alltaf verið neinn dans á rósum. Það væri nær að spyrja einhverja sem eru að spila reglulega - og það var það sem ég sagði þeim á Nettavisen. Við Indriði erum báðir gáttaðir á því að þessu hafi verið slegið svona upp," sagði Ólafur. Ósáttir við sig sjálfa - Ekki Eyjólf Við spurðum hann að lokum hvort hann vissi til þess að landsliðsmennirnir væru ósáttir við störf Eyjólfs. "Ég held að menn séu ekkert ósáttir við Eyjólf og séu frekar bara ósáttir við sjálfa sig. Menn hafa ekki náð að sýna sitt rétta andlit og þá beinast spjótin auðvitað fyrst og fremst að Eyjólfi og Eiði Smára sem þjálfara og fyrirliða. Ef Eyjólfur verður ráðinn áfram, þá nýtur hann einfaldlega stuðnings leikmanna liðsins og þeir treysta honum til að stýra liðinu. Þannig er það bara í þessu - maðurinn sem er ráðinn gerir bara sitt besta og leikmennirnir spila fyrir hann." Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Fleiri fréttir Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Sjá meira
Ólafur Örn Bjarnason hjá Brann staðfestir í samtali við Vísi að ummælin sem höfð voru eftir honum í Nettavisen í gær varðandi íslenska landsliðið séu stórýkt og gróflega tekin úr samhengi. Norski miðillinn birti í gær grein þar sem m.a. var vitnað í Ólaf Örn og Indriða Sigurðsson - þar sem haft var eftir þeim að dagar Eyjólfs Sverrissonar landsliðsþjálfara væru taldir. Ólafur vísar þessu alfarið á bug. "Það var bara hringt í mig og ég var spurður út í eitthvað sem aðrir áttu að hafa sagt um landsliðið. Ég var spurður hvort það væri málið fyrir landsliðið að fá erlendan þjálfara og ég sagði eins og var að menn hjá KSÍ myndi væntanlega setjast niður og skoða þau mál þegar samningur Eyjólfs kláraðist." Indriði sagði nákvæmlega það sama "Ég svaraði því bara út í loftið að í framtíðinni yrði jafnvel alveg hægt að skoða það að ráða erlendan þjálfara. Þetta var samtal sem tók einhverja mínútu og ég var bara diplómatískur og rólegur yfir þessu öllu," sagði Ólafur Örn í samtali við Vísi í dag. Hann segist ekki hafa gert sér grein fyrir því að orð hans yrðu slitin svona úr samhengi. "Ég spáði ekkert í þessu fyrr en ég kom á æfingu og þá spurðu strákarnir mig hvort við hefðum verið að kasta einhverjum sprengjum og ætluðum að gera allt vitlaust hjá landsliðinu, en ég kom bara af fjöllum. Þessir menn á Nettavisen eru ekki áreiðanlegustu fréttamenn í heimi og skrifa dálítið í æsifréttastíl. Ég talaði líka við Indriða í gær og hann svaraði nákvæmlega eins og ég og við hlógum bara að þessu. Við sögðum ekki neitt af þessu." Enginn dans á rósum hjá landsliðinu En hver er þá raunveruleg skoðun Ólafs á Eyjólfi og störfum hans með landsliðinu? "Það er auðvitað erfitt að ræða það eftir tvo síðustu leiki, en í leikjunum tveimur þar á undan gekk þetta mjög vel. Þetta er auðvitað búið að vera mjög mikið upp og ofan hjá landsliðinu eins undanfarin tíu ár. KSÍ sest auðvitað bara niður með Eyjólfi eftir þessa keppni og fer yfir málin. Ég er búinn að vera inn og út úr landsliðinu undanfarið og get því voða lítið verið að tjá mig um það." "Ég hef spilað með landsliðinu undir öðrum þjálfurum og það hefur ekki alltaf verið neinn dans á rósum. Það væri nær að spyrja einhverja sem eru að spila reglulega - og það var það sem ég sagði þeim á Nettavisen. Við Indriði erum báðir gáttaðir á því að þessu hafi verið slegið svona upp," sagði Ólafur. Ósáttir við sig sjálfa - Ekki Eyjólf Við spurðum hann að lokum hvort hann vissi til þess að landsliðsmennirnir væru ósáttir við störf Eyjólfs. "Ég held að menn séu ekkert ósáttir við Eyjólf og séu frekar bara ósáttir við sjálfa sig. Menn hafa ekki náð að sýna sitt rétta andlit og þá beinast spjótin auðvitað fyrst og fremst að Eyjólfi og Eiði Smára sem þjálfara og fyrirliða. Ef Eyjólfur verður ráðinn áfram, þá nýtur hann einfaldlega stuðnings leikmanna liðsins og þeir treysta honum til að stýra liðinu. Þannig er það bara í þessu - maðurinn sem er ráðinn gerir bara sitt besta og leikmennirnir spila fyrir hann."
Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Fleiri fréttir Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Sjá meira