Gáttaðir á skrifum Nettavisen 25. október 2007 16:00 Ólafur Örn Bjarnason NordicPhotos/GettyImages Ólafur Örn Bjarnason hjá Brann staðfestir í samtali við Vísi að ummælin sem höfð voru eftir honum í Nettavisen í gær varðandi íslenska landsliðið séu stórýkt og gróflega tekin úr samhengi. Norski miðillinn birti í gær grein þar sem m.a. var vitnað í Ólaf Örn og Indriða Sigurðsson - þar sem haft var eftir þeim að dagar Eyjólfs Sverrissonar landsliðsþjálfara væru taldir. Ólafur vísar þessu alfarið á bug. "Það var bara hringt í mig og ég var spurður út í eitthvað sem aðrir áttu að hafa sagt um landsliðið. Ég var spurður hvort það væri málið fyrir landsliðið að fá erlendan þjálfara og ég sagði eins og var að menn hjá KSÍ myndi væntanlega setjast niður og skoða þau mál þegar samningur Eyjólfs kláraðist." Indriði sagði nákvæmlega það sama "Ég svaraði því bara út í loftið að í framtíðinni yrði jafnvel alveg hægt að skoða það að ráða erlendan þjálfara. Þetta var samtal sem tók einhverja mínútu og ég var bara diplómatískur og rólegur yfir þessu öllu," sagði Ólafur Örn í samtali við Vísi í dag. Hann segist ekki hafa gert sér grein fyrir því að orð hans yrðu slitin svona úr samhengi. "Ég spáði ekkert í þessu fyrr en ég kom á æfingu og þá spurðu strákarnir mig hvort við hefðum verið að kasta einhverjum sprengjum og ætluðum að gera allt vitlaust hjá landsliðinu, en ég kom bara af fjöllum. Þessir menn á Nettavisen eru ekki áreiðanlegustu fréttamenn í heimi og skrifa dálítið í æsifréttastíl. Ég talaði líka við Indriða í gær og hann svaraði nákvæmlega eins og ég og við hlógum bara að þessu. Við sögðum ekki neitt af þessu." Enginn dans á rósum hjá landsliðinu En hver er þá raunveruleg skoðun Ólafs á Eyjólfi og störfum hans með landsliðinu? "Það er auðvitað erfitt að ræða það eftir tvo síðustu leiki, en í leikjunum tveimur þar á undan gekk þetta mjög vel. Þetta er auðvitað búið að vera mjög mikið upp og ofan hjá landsliðinu eins undanfarin tíu ár. KSÍ sest auðvitað bara niður með Eyjólfi eftir þessa keppni og fer yfir málin. Ég er búinn að vera inn og út úr landsliðinu undanfarið og get því voða lítið verið að tjá mig um það." "Ég hef spilað með landsliðinu undir öðrum þjálfurum og það hefur ekki alltaf verið neinn dans á rósum. Það væri nær að spyrja einhverja sem eru að spila reglulega - og það var það sem ég sagði þeim á Nettavisen. Við Indriði erum báðir gáttaðir á því að þessu hafi verið slegið svona upp," sagði Ólafur. Ósáttir við sig sjálfa - Ekki Eyjólf Við spurðum hann að lokum hvort hann vissi til þess að landsliðsmennirnir væru ósáttir við störf Eyjólfs. "Ég held að menn séu ekkert ósáttir við Eyjólf og séu frekar bara ósáttir við sjálfa sig. Menn hafa ekki náð að sýna sitt rétta andlit og þá beinast spjótin auðvitað fyrst og fremst að Eyjólfi og Eiði Smára sem þjálfara og fyrirliða. Ef Eyjólfur verður ráðinn áfram, þá nýtur hann einfaldlega stuðnings leikmanna liðsins og þeir treysta honum til að stýra liðinu. Þannig er það bara í þessu - maðurinn sem er ráðinn gerir bara sitt besta og leikmennirnir spila fyrir hann." Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sjá meira
Ólafur Örn Bjarnason hjá Brann staðfestir í samtali við Vísi að ummælin sem höfð voru eftir honum í Nettavisen í gær varðandi íslenska landsliðið séu stórýkt og gróflega tekin úr samhengi. Norski miðillinn birti í gær grein þar sem m.a. var vitnað í Ólaf Örn og Indriða Sigurðsson - þar sem haft var eftir þeim að dagar Eyjólfs Sverrissonar landsliðsþjálfara væru taldir. Ólafur vísar þessu alfarið á bug. "Það var bara hringt í mig og ég var spurður út í eitthvað sem aðrir áttu að hafa sagt um landsliðið. Ég var spurður hvort það væri málið fyrir landsliðið að fá erlendan þjálfara og ég sagði eins og var að menn hjá KSÍ myndi væntanlega setjast niður og skoða þau mál þegar samningur Eyjólfs kláraðist." Indriði sagði nákvæmlega það sama "Ég svaraði því bara út í loftið að í framtíðinni yrði jafnvel alveg hægt að skoða það að ráða erlendan þjálfara. Þetta var samtal sem tók einhverja mínútu og ég var bara diplómatískur og rólegur yfir þessu öllu," sagði Ólafur Örn í samtali við Vísi í dag. Hann segist ekki hafa gert sér grein fyrir því að orð hans yrðu slitin svona úr samhengi. "Ég spáði ekkert í þessu fyrr en ég kom á æfingu og þá spurðu strákarnir mig hvort við hefðum verið að kasta einhverjum sprengjum og ætluðum að gera allt vitlaust hjá landsliðinu, en ég kom bara af fjöllum. Þessir menn á Nettavisen eru ekki áreiðanlegustu fréttamenn í heimi og skrifa dálítið í æsifréttastíl. Ég talaði líka við Indriða í gær og hann svaraði nákvæmlega eins og ég og við hlógum bara að þessu. Við sögðum ekki neitt af þessu." Enginn dans á rósum hjá landsliðinu En hver er þá raunveruleg skoðun Ólafs á Eyjólfi og störfum hans með landsliðinu? "Það er auðvitað erfitt að ræða það eftir tvo síðustu leiki, en í leikjunum tveimur þar á undan gekk þetta mjög vel. Þetta er auðvitað búið að vera mjög mikið upp og ofan hjá landsliðinu eins undanfarin tíu ár. KSÍ sest auðvitað bara niður með Eyjólfi eftir þessa keppni og fer yfir málin. Ég er búinn að vera inn og út úr landsliðinu undanfarið og get því voða lítið verið að tjá mig um það." "Ég hef spilað með landsliðinu undir öðrum þjálfurum og það hefur ekki alltaf verið neinn dans á rósum. Það væri nær að spyrja einhverja sem eru að spila reglulega - og það var það sem ég sagði þeim á Nettavisen. Við Indriði erum báðir gáttaðir á því að þessu hafi verið slegið svona upp," sagði Ólafur. Ósáttir við sig sjálfa - Ekki Eyjólf Við spurðum hann að lokum hvort hann vissi til þess að landsliðsmennirnir væru ósáttir við störf Eyjólfs. "Ég held að menn séu ekkert ósáttir við Eyjólf og séu frekar bara ósáttir við sjálfa sig. Menn hafa ekki náð að sýna sitt rétta andlit og þá beinast spjótin auðvitað fyrst og fremst að Eyjólfi og Eiði Smára sem þjálfara og fyrirliða. Ef Eyjólfur verður ráðinn áfram, þá nýtur hann einfaldlega stuðnings leikmanna liðsins og þeir treysta honum til að stýra liðinu. Þannig er það bara í þessu - maðurinn sem er ráðinn gerir bara sitt besta og leikmennirnir spila fyrir hann."
Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sjá meira