Ísraelar spila alvöru Football Manager 25. október 2007 10:40 NordicPhotos/GettyImages Getur lið náð árangri með 8,000 þjálfara? Þessari spurningu verður fljótlega svarað í Ísrael þar sem hugmyndin á bak við tölvuleikinn Football Manager hefur nú verið færð í áþreifanlegan búning. Aðeins rúmlega 100 manns mættu til að fylgjast með leik Hapoel Kiryat Shalom spila sinn fyrsta leik á tímabilinu í síðustu viku, en þó voru rúmlega 10,000 manns sem fylgdust með leiknum - og þorri þeirra var að þjálfa liðið. Hugmynd þessi varð til á HM í fyrra þar sem fjöldi manna var ósáttur við þjálfara Argentínu að leyfa Leo Messi ekki að vera í byrjunarliðinu fyrir leik gegn Þjóðverjum. Það er vefsíðan Web2Sport.com sem byrjaði með þessa skemmtilegu hugmynd, þar sem fólk getur farið á netið og gerst þjálfarar hjá liði Shalom - ekki ósvipað og í tölvuleiknum vinsæla Football Manager. Sérstakur þjálfari var fenginn til að stýra æfingum hjá liðinu en þar fyrir utan eru það þjálfararnir heima í stofu sem ráða því hvernig liðið spilar og hvernig því er stillt upp. Það gera þátttakendur í tölvunni heima - alveg eins og í tölvuleiknum. Á leikdag sitja menn svo heima og horfa á beina útsendingu frá leikjum liðsins á netinu þar sem alvöru knattspyrnumenn spreyta sig í alvöru leik. Kryat tapaði fyrsta leiknum sínum 3-2. "Flestir leikmanna liðsins eru mjög ánægðir með þetta, því þetta vekur svo mikla athygli. Einn leikmanna liðsins, sem er fertugur og hefur leikið með því mjög lengi, var þó ekki sérstaklega ánægður því hann var kosinn út úr liðinu," sagði Moshe Hogeg, yfirmaður netsíðunnar. Hann segir hugmyndina mælast mjög vel fyrir í Ísrael og hyggur á frekari útrás hugmyndarinnar á Englandi á næsta tímabili. "Fjárfestar okkar ætla að gera svipaða hliti á Englandi á næsta keppnistímabili og vonir standa til um að þar verðum við með lið sem er ofar en í sjöttu deild," sagði Hogeg, en þar mun fyrirtækið væntanlega mæta harðri samkeppni frá ensku fyrirtæki - moneyfootballclub.com - sem þegar hefur verið komið á laggirnar þar í landi. Þegar hafa yfir 53,000 manns skráð sig til leiks þar og vonir standa til um að hægt verði að rukka hvern þeirra um 35 pund til að reka félagið. Félög eins og Halifax, sem er í miklum rekstrarerfiðleikum, hafa þegar átt í viðræðum við fyrirtækið. Fótbolti Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira
Getur lið náð árangri með 8,000 þjálfara? Þessari spurningu verður fljótlega svarað í Ísrael þar sem hugmyndin á bak við tölvuleikinn Football Manager hefur nú verið færð í áþreifanlegan búning. Aðeins rúmlega 100 manns mættu til að fylgjast með leik Hapoel Kiryat Shalom spila sinn fyrsta leik á tímabilinu í síðustu viku, en þó voru rúmlega 10,000 manns sem fylgdust með leiknum - og þorri þeirra var að þjálfa liðið. Hugmynd þessi varð til á HM í fyrra þar sem fjöldi manna var ósáttur við þjálfara Argentínu að leyfa Leo Messi ekki að vera í byrjunarliðinu fyrir leik gegn Þjóðverjum. Það er vefsíðan Web2Sport.com sem byrjaði með þessa skemmtilegu hugmynd, þar sem fólk getur farið á netið og gerst þjálfarar hjá liði Shalom - ekki ósvipað og í tölvuleiknum vinsæla Football Manager. Sérstakur þjálfari var fenginn til að stýra æfingum hjá liðinu en þar fyrir utan eru það þjálfararnir heima í stofu sem ráða því hvernig liðið spilar og hvernig því er stillt upp. Það gera þátttakendur í tölvunni heima - alveg eins og í tölvuleiknum. Á leikdag sitja menn svo heima og horfa á beina útsendingu frá leikjum liðsins á netinu þar sem alvöru knattspyrnumenn spreyta sig í alvöru leik. Kryat tapaði fyrsta leiknum sínum 3-2. "Flestir leikmanna liðsins eru mjög ánægðir með þetta, því þetta vekur svo mikla athygli. Einn leikmanna liðsins, sem er fertugur og hefur leikið með því mjög lengi, var þó ekki sérstaklega ánægður því hann var kosinn út úr liðinu," sagði Moshe Hogeg, yfirmaður netsíðunnar. Hann segir hugmyndina mælast mjög vel fyrir í Ísrael og hyggur á frekari útrás hugmyndarinnar á Englandi á næsta tímabili. "Fjárfestar okkar ætla að gera svipaða hliti á Englandi á næsta keppnistímabili og vonir standa til um að þar verðum við með lið sem er ofar en í sjöttu deild," sagði Hogeg, en þar mun fyrirtækið væntanlega mæta harðri samkeppni frá ensku fyrirtæki - moneyfootballclub.com - sem þegar hefur verið komið á laggirnar þar í landi. Þegar hafa yfir 53,000 manns skráð sig til leiks þar og vonir standa til um að hægt verði að rukka hvern þeirra um 35 pund til að reka félagið. Félög eins og Halifax, sem er í miklum rekstrarerfiðleikum, hafa þegar átt í viðræðum við fyrirtækið.
Fótbolti Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira