Eyjólfur: Ekki kominn í þrot með landsliðið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. október 2007 20:39 Eyjólfur Sverrisson segir að sínir menn hafi mætt vel undirbúnir í leikinn gegn Liechtenstein. Mynd/E. Stefán Eyjólfur Sverrisson (ES) sagði í viðtali við Sýn eftir leik að hann væri ekki kominn í þrot með íslenska landsliðið þrátt fyrir 3-0 tap í Liechtenstein. Guðmundur Benediktsson (GB), íþróttafréttamaður á Sýn, ræddi við Eyjólf eftir leikinn. „Við vorum niðurlægðir," sagði Eyjólfur. „Við erum hrikalega daprir vegna þessa, þetta var með ólíkindum. Við fengum á okkur þrjú mörk á móti Liechtenstein. Sjálfir fengum við fjögur dauðafæri sem við nýttum ekki. Það er bara einfaldlega þannig að við vorum ekki að spila nógu vel í dag. Við vorum ekki nógu þéttir, ekki að spila sem lið og það þarftu að gera til að ná árangri." Vorum mjög vel undirbúnir GB: Vorum við ekki nægilega vel undirbúnir fyrir leik Liechtenstein? ES: Jú, við vorum mjög vel undirbúnir. Það hefur hins vegar sýnt sig í lekjum þar sem við þurfum að stjórna spilinu meira og teljum okkur þurfa að sækja, þá fer allt í lás. Það er það sem gerðist í dag. Um leið og við fáum á okkur mark fer allt úrskeðis. Þetta er eitthvað sem við höfum verið að berjast við síðustu fimm árin. Við eigum tvo góða leiki í röð og svo eigum við slæma leiki. Þessi vörn stóð sig mjög vel á móti Spánverjum og Norður-Írum. Við þurfum að finna meiri stöðugleika. Það hefur ekki gerst síðustu fimm árin. Verðum rassskelltir þegar við þurfum að sækja GB: Var farið sérstaklega yfir varnarleikinn? Eftir leikinn gegn Lettum á laugardaginn fengum við á okkur fjögur mörk á heimavelli. Hér fáum við á okkur þrjú mörk gegn Liechtenstein sem er dvergríki í knattspyrnu. ES: Já, já. Á móti Lettum fengum við mörk á okkur úr föstum leikatriðum. Þar voru menn ekki nægilega einbeittir. Það er visst agaleysi því menn þurfa að vera á tánum í föstum leikatriðum. Í dag fáum við á okkur skyndisóknir. Við verðum að hindra þetta. Það virðist vera þannig að þegar við erum þéttir, þegar við erum allir að verjast á okkar vallarhelmingi, náum við góðum úrslitum. Um leið og við þurfum að færa okkur aðeins framar á völlinn verðum við yfirleitt rassskelltir. Allt liðið í baklás GB: Þú telur þig ekki vera kominn í þrot með þetta lið? ES: Nei, ég er ekki kominn í þrot með þetta lið. Framundan er þessi vinna að fá stöðugleika í liðið. Þetta er liðið sem spilaði frábærlega á móti Spánverjum og Norður-Írum. Það fór allt í baklás í dag. Það er með ólíkindum. Það verður að stoppa í það. Hugarfarið var mjög gott GB: Var hugarfarið slæmt? ES: Hugarfarið fyrir þennan leik var mjög gott, alveg eins og fyrir leikina gegn Spánverjum og Norður-Írum. En um leið og við þurfum að sækja á fleiri mönnum lendum við alltaf í vandræðum. Hermann vildi klára leikinn sjálfur GB: Mér fannst Hermann Hreiðarsson oft spila úr stöðu þannig að þeir fóru trekk í trekk upp hægri vænginn í fyrri hálfleik. Hvernig stóð á því? ES: Ég held að Hermann hafi viljað gera of mikið. Hann setti of mikið á sínar herðar. Hann ætlaði að klára leikinn fyrir allt liðið. Það gerir enginn maður. Við verðum að gera þetta saman sem lið. Við fórum yfir þetta í hálfleik. Þetta er hluti af vandamálinu, menn ætla sér of mikið. Gaf mönnum nokkrar mínútur GB: Þú gerðir enga skiptingu í leikhlé, af hverju beiðstu með þær? ES: Við vildum sjá hverjir ætluðu sér að spila þennan leik almennilega. Ég sagði þeim í hálfleik að þeir hefðu nokkrar mínútur til að sýna þann vilja. Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Sjá meira
Eyjólfur Sverrisson (ES) sagði í viðtali við Sýn eftir leik að hann væri ekki kominn í þrot með íslenska landsliðið þrátt fyrir 3-0 tap í Liechtenstein. Guðmundur Benediktsson (GB), íþróttafréttamaður á Sýn, ræddi við Eyjólf eftir leikinn. „Við vorum niðurlægðir," sagði Eyjólfur. „Við erum hrikalega daprir vegna þessa, þetta var með ólíkindum. Við fengum á okkur þrjú mörk á móti Liechtenstein. Sjálfir fengum við fjögur dauðafæri sem við nýttum ekki. Það er bara einfaldlega þannig að við vorum ekki að spila nógu vel í dag. Við vorum ekki nógu þéttir, ekki að spila sem lið og það þarftu að gera til að ná árangri." Vorum mjög vel undirbúnir GB: Vorum við ekki nægilega vel undirbúnir fyrir leik Liechtenstein? ES: Jú, við vorum mjög vel undirbúnir. Það hefur hins vegar sýnt sig í lekjum þar sem við þurfum að stjórna spilinu meira og teljum okkur þurfa að sækja, þá fer allt í lás. Það er það sem gerðist í dag. Um leið og við fáum á okkur mark fer allt úrskeðis. Þetta er eitthvað sem við höfum verið að berjast við síðustu fimm árin. Við eigum tvo góða leiki í röð og svo eigum við slæma leiki. Þessi vörn stóð sig mjög vel á móti Spánverjum og Norður-Írum. Við þurfum að finna meiri stöðugleika. Það hefur ekki gerst síðustu fimm árin. Verðum rassskelltir þegar við þurfum að sækja GB: Var farið sérstaklega yfir varnarleikinn? Eftir leikinn gegn Lettum á laugardaginn fengum við á okkur fjögur mörk á heimavelli. Hér fáum við á okkur þrjú mörk gegn Liechtenstein sem er dvergríki í knattspyrnu. ES: Já, já. Á móti Lettum fengum við mörk á okkur úr föstum leikatriðum. Þar voru menn ekki nægilega einbeittir. Það er visst agaleysi því menn þurfa að vera á tánum í föstum leikatriðum. Í dag fáum við á okkur skyndisóknir. Við verðum að hindra þetta. Það virðist vera þannig að þegar við erum þéttir, þegar við erum allir að verjast á okkar vallarhelmingi, náum við góðum úrslitum. Um leið og við þurfum að færa okkur aðeins framar á völlinn verðum við yfirleitt rassskelltir. Allt liðið í baklás GB: Þú telur þig ekki vera kominn í þrot með þetta lið? ES: Nei, ég er ekki kominn í þrot með þetta lið. Framundan er þessi vinna að fá stöðugleika í liðið. Þetta er liðið sem spilaði frábærlega á móti Spánverjum og Norður-Írum. Það fór allt í baklás í dag. Það er með ólíkindum. Það verður að stoppa í það. Hugarfarið var mjög gott GB: Var hugarfarið slæmt? ES: Hugarfarið fyrir þennan leik var mjög gott, alveg eins og fyrir leikina gegn Spánverjum og Norður-Írum. En um leið og við þurfum að sækja á fleiri mönnum lendum við alltaf í vandræðum. Hermann vildi klára leikinn sjálfur GB: Mér fannst Hermann Hreiðarsson oft spila úr stöðu þannig að þeir fóru trekk í trekk upp hægri vænginn í fyrri hálfleik. Hvernig stóð á því? ES: Ég held að Hermann hafi viljað gera of mikið. Hann setti of mikið á sínar herðar. Hann ætlaði að klára leikinn fyrir allt liðið. Það gerir enginn maður. Við verðum að gera þetta saman sem lið. Við fórum yfir þetta í hálfleik. Þetta er hluti af vandamálinu, menn ætla sér of mikið. Gaf mönnum nokkrar mínútur GB: Þú gerðir enga skiptingu í leikhlé, af hverju beiðstu með þær? ES: Við vildum sjá hverjir ætluðu sér að spila þennan leik almennilega. Ég sagði þeim í hálfleik að þeir hefðu nokkrar mínútur til að sýna þann vilja.
Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Sjá meira